Skírnir - 01.08.1916, Side 84
308
Ritfregnir.
[Skírnir.
snertir. Þjóðvísurnar héðan hafi fornaldarblæ og svipi þeim oft og
einatt til Islendingasagna. »Det er i alle maater det gamle
kjempelivet som stig fram«. Móðir ívars Elisonar »dyl sin harm
og tegjer, men glöymer inkje«, »hemntanken brenn i henne som
ein still og heilag loge«. Og hann spyr: Er det ikkje ein
litterær samanheng millom den gamle norröne
bokheimen og folkevisonef A þetta samhengi hafi þeg-
ar þeir P. A. Munch, Jörgen Moe og M. B. Landstad bent, og
síðar hafi S. Bugge og Moltke Moe fjallað um einstakar vísur, einn-
ig Svend Grundtvig, er heldur, að þegar þjóðvísa og fornaldarsaga
eru sama efnis, só orsökin sú, að báðar eigi ætt sina að rekja til
»fornkvæðis«, C. Rosenberg í »Nordboernes aandsliv«, sem heldur
að þjóðvísurnar eigi ætt sína að rekja til sagna, og Axel Olrik, er
segir, að víkinga- og ævintýrasögurnar »danner grundstammen i
Fær0ernes og Telemarkens folkeviser«. En þó hafi rannsóknirnar
verið um of á stangli og af handahófi.
Höf. tekur nú til rannsóknar 6 þjóðvísur frá Þelamörku, og
eru þær allar líks efnis, um tröll og risa.
Hin fyrst.a er »Aasmund Frægdegjæva« (nr. I í safni
Landstads: Norske folkeviser), er segir frá, hvernig Asmundur fer í
»Trollebotn« að sækja dóttur (Ólafs) konungs, er tröllin hafa rænt.
Drepur hann gýgina Torgjer Hukebrur (Þorgerði Hölgabrúði). Líkt
efni finnur höf. aftur í kvæðinu »Hugaball« og í ævintýrinu
»Enkje8onen«, enn fremur í sögu Saxa um Torkel Adelfar
og einkum í »Inntaki úr söguþætti af Asmundi flagðagæfu« í »Is-
lenzk. þjóðs. og æf.« I, bls. 171—79. Er þessi söguþáttur bygður
á rímum, sem eru nú týndar, að fáeinum erindum undanteknum.
Höf. ber allar sögur þessar saman og margar fleiri, og kemst að
þeirri niðurstöðu, að norska þjóðvísan sé bygð á kristniboðssögu, er
hafi tekið atriði frá ýmsum sögnum; setji hún viðburðina í sam-
band við Ólaf helga, en mörg söguatriði séu tekin úr sögnum um
<3laf Tryggvason, einstök atriði séu tekin úr sögu Saxa um Torkel
Adelfar og úr Geirröðar sögunni. — Islenzku rímurnar um Ásm. fl.
hafi verið auknar með ævintýra-inngangi og viðbót úr Völsaþætti,
en hvíli á sömu kristniboðssögunni og norska þjóðvísan.
Steinfinn Fefinnsson, sem er til í mörgum uppritunum,
segir einnig frá ferð til tröllaheimsins. Steinfinnur hefir mist tvær
systur sínar og fer upp á »Skomeheiar« að sækja þær. Drepur
hann tröllin með fágætum örvum; en þetta atriði er annars fágætt
— tröllin eru oftast drepin með sverði eða klumbu — en kemur