Skírnir - 01.08.1916, Síða 85
Skirnirl.
Ritfregnir. 309
einnig fyrir í Ketils sögu hængs, Gríms sögu loðinkinna, Áns sögu
bogsveigis og Orvarodds sögu. Heldur höf., að Örvarodds saga hin
eldri só grundvöllur þjóðvísunnar. Eigi sögnin um Örvarodd ætt
sína að rekja til Jaðars, sem og þeir próf. Finnur Jónsson og
Mogk halda, en vísan só ort í Þelamörku.
Kappen Iliugjen só sama þjóðvísa og »Kappin Illhugi«
frá Færeyjum og »Hr. Hylleland henter sin Jcmfru« úr Danmörku.
Kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að hún standi í sambandi við
fornaldarsöguna um Illuga Gríðarfóstra; sé jafnvel orðfærið í vís-
unni náskylt orðfæri sögunnar, og sagan sé upphaflegri, en norska
vísan hafi haldið hinu upphaflega betur en hinar færeysku og
dönsku uppritanir; tvær þessara síðustu sóu þó af norskum
uppruna.
Orrnaalen unge eigi kyn sitt að rekja til Hervararsögu.
Á Hervararsögu eru einuig bygð'ar danska þjóðvísan Alv i
Ódderskær (líklega afbökun úr »Ód i Alverskær«) og hin fær-
eyska Arngríms synir, er hefir breyzt mikið frá því upphaf-
lega. Gerir hún Hervík (þ. e. Hervöru) að dóttur Arngríms og
systur Angantys, og röð viðburðanna hefir verið umturnað o. fl.
Norska þjóðvísan Ormaalen unge, sem einnig hefir fundist <
Danmörku sem Orm ungersvend og i Svíþjóð sem 0 r m
ungersven, er líks efnis og Hervararsaga. Sama efnis er einn-
ig Ormars rímur, sem e?u fjórar alls. Sophus Bugge hefir
ranusakað samhengið i núlli sögunnar og þessara kvæða, og kemst
að þeirri niðurstöðu, að eldri (trú t/nd) mynd af Arngrims
s y n i r hafi verið búin til úr Hervarar-sögu, á þessari týndu, fær-
eysku þjóðvísu hafi verið bygð norsk Ormar-vísa (eldri, nú tynd),
og til hennar eigi bæði Ormaalen unge (Orm ungersvend, Orm
ungersven) o g hinar íslenzku Ormars rímur kyn sitt að rekja
En Knut Liestöl kemst að annari niðurstöðu: Arngrímssynir
sé búin til úr Hervararsögu og í raun og veru tvo kvæði sam-
steypt, en aftur á móti sóu hvorki norska þjóðv/san nó íslenzku
rímurnar riðnar við færeysk kvæði, heldur eigi þær ætt sína að
rekja til týndrar Ormars sögu, sem hafi verið búin til á grund-
velli Hervararsögu með atriðum úr óðrum fornaldarsögum (Egils
sögu ok Ásmundar og einkum Sturlaugs sögu starfsama), og hefir
höf. sennilega hér á róttu að standa. Einnig heldur hann, að saga
þessi hafi verið til skráð.
Raamuud unge er bæði til í Noregi, Svíþjóð og Dan-
möiku og eins er danska þjóðvísan Rigen Rambolt og Al-