Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1916, Síða 99

Skírnir - 01.08.1916, Síða 99
Skírnir.] Ritfregnir. 323- Einar Hjörleifsson: Sátin vaknar. Þáttur úr sögu œsku- manns. Eeykjavík MCMXVI. Þorsteínn Gíslason. Þar hefir Einar Hjörleifsson gefið bókmentum vorum góða bók. Góða bók kalla eg ekki neinn ábæti, sem menn gæða góm sín- um á eftir marga rótti matar og engin næring er /, eins og sumar smásögur, er tímarit okkar og blöð hæla hvert í kapp við annað, af þvi að sagt er frá efnisleysu þeirra eftir lögum góðrar frásögu- listar Slíkt getur ekki bjargað frá eilífri útskúfun. Hjartað er meira virði en formið. Húgsjónatómar 1/singar, vilja og hitalausar, lúka ekki einar upp hliðum Paradísar fyrir skáldum og skáldritum, þótt þær beri vitni sálarglöggleiks og nákvæmrar eftirtektar. Merkisbækur verða ekki taldar aðrar en þær, sem sprottnar eru af andagift og samúð, hugsjónum eða vilja. Hór er eingöngu átt við skáldrit, eins og menn sjá. Mjög skiljandi samúð, hagar skapara- hendur og skáldleg eftirhermulist, sem nær orðalagi hverrar talandi mannveru, karla og kvenna, æðri og óæðri nú orðið, einkenna seinustu skáldsögu Einars Hjörleifssonar og veita henni verðmæti. »SáIin vaknar« er Eeykjavíkursaga. Höfuðhetjan er blaða- maður, eins og í »Syndum annara«. Er það ekki óeðlilegt, að blaðamenskan verði jafngömlum blaðamanni og ritstjóra og skáld- inu drjúgt yrkisefni. Og hún er nútíðarsaga svo mikil, að þar verður ekki komizt feti framar. Dularfull fyrirbrigði eru þar leidd inn í kórinn í kirkju bókmenta vorra. Dagblöðin, smábörn menn- ingar vorrar, koma þar öllu af stað. Og vór minnumst við lestur- inn lungnabólgunnar, er gekk hér fyrir tveimur árum og varð mörgum manni að bana. Og ef því er bætt við, að ytra efni sög- unnar er m o r ð og afskifti ungs ritstjóra af því, þá sjá menn óðara, að ekki þarf tengi að leita viðburðarins, er orðið hefir smíða- efni skáldsins. »Sálin vaknar« segir.,því frá fágæturn atburði vor á meðal, segir frá undantekning. Hún er að ekki litlu leyti saga undantekninga. Það verður að teljast til þeirra, á hvern hátt morðið kemst upp, áhrif þess á hugarfar ritstjórans, sinnaskiftin sömuleiðis, svo skyndilega sem þau gerast. En söguhetjurnar eru að mestu almennrar tegundar, vór höfum bæði heyrt til þeirra og séð, könnumst við hugsunarhátt þeirra, tilfinningar og tal. Þær eru smíðaðar úr sama efni og vér eða förunautar vorir á lífsleiðinni. »Sálin vaknar« minnir mig á tvo vegu á sumar beztu forn- sögur vorar, bæði 1 skýringum eða rökstuðningu á athöfnum og breytni sögumanna og í efnisskipun. Það hefir verið sagt um Njálu, að höfundur hennar hafi haft, að kalla, seinustu línuna í 21*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.