Skírnir - 01.08.1916, Side 103
‘Skírnir].
Ritfregnir.
327
ihann var barn. En þetta, þessi eðlilega skyring, dugir skáldinu
ekki. Hér bætist stórfyrirbrigði við, og það virðist skáldið telja aðal-
atriðið. Hann sór Álfhildi ummyndast í skrifstofuhorninu: »Skotið,
sem Álfhildur gamla sat í, var orölð fult af undarlegum, himnesk-
' um ljóma«. — — Þar var nú komin »dýr)eg vera, meira en ung,
ímynd æskunnar sjálfrar, guðdómlega fögur, brosandi eins og barn,
með vitsmuni alheimsins glampandi í augunum.« . . . »Hann hafði
séö eitthvað af þessari konu, eins og hún var í raun og veru.
Hann hafði séð glampa af dýrð mannssálarinnar«. Augu hans lúk-
ast upp, og hann sér nú inn í sál sína og lítur yfir allar gerðir
sínar, og það fer hryllingur um bann, er hann hugsar til þeirra.
Hann hefir ekki tekið Álfhildi til greina, fremur en hún væri dauð-
ur hlutur. Hann verður að játa, að hann hefir óskað þess, að son-
ur Alfhildar væri sekur, væri glæpamaöur. Og nú dynur fleira á
hann. Gamli Runki dembir yfir hann spurningunni: »Finst yöur
ekki hálflúaleg atvinna að græða á manndrápum?« og hann kennir
sáran til eftir það högg.
Síðan ryðst sanni morðinginn inn í líf hans. Hann segir hon-
um harma sína sára, lýsir logandi brennivínsástríðu sinni — er sú
lýsing áhrifamikil og rituð af mikilli list. Ritstjórinn sannfærist
fyrirjáhrif dularfulls fyrirbrigðis um sekt hans. Menn sjá, að það
kveður ekki lítið að dulskynjunum í bókinni, og þeim beitt til
skýringar á breytingum og breytni aðalmanns sögunnar, jafnframt
skýringum annars og venjulegra eðlis. Hann leggur mikið kapp á
að frelsa son Álfhildar gömlu, og hann nær líka játningunni upp úr
morðingjanum, Þorsteini. Ohamingja hans vekur nýja samúðaröldu
í sálu hans, af því að hann skilur, að hann hlaut að fara svo að sem
hann gerði. Hann finnur, að þeir eru bræður. »Eg finn, að það
er mjög líklegt, að eg hefði getað gert alt það sama og hann, ef
eins hefði staðið á um mig,« segir hann við móður sína. Hann er
nú gersamlega umbreyttur, orðinn nýr og betri maöur. Fágætt
furðuverk hefir hér gerzt. Og hann skýtur morðingjanum undan og
lendir sjálfur i tugthúsinu fyrir. Orð móður hans hafa ræzt. Hann
gætti ekki hófs í góðverkum sínum. Hann berst nú með jafnmikl-
um ákafa og sömu ófyrirleitni fyrir bágstöddum og ógæfumönnum,
«og hann vann áður fyrir hagsmuni sína og blaðs síns, og er í því
;sýn sálarþekking skáldsins. Það er ummyndun Álfhildar, sem þess-
ari stórbyltingu veldur og veitt hefir aflstraum hans í alt annan
farveg, í aðra átt, að öðrum ósi. Á þá skýring virðist skáldið
leggja áheizlu. Það sést vel í seinasta kaflanum, á viðtali þeirra