Skírnir - 01.08.1916, Side 107
gkírnir].
Ritfregnir.
331
*f til vill, segja um þau orð, er áðan voru tilfærð (bls. 86 í
flögunni).
Annars sést list skáldsins víst bezt á samtölunum. Þar þolir
ekkert nútíðarskáld vort neinn samanburð við hann nema Jún
Thoroddsen. Merkilegt er, að persónur hans nota aldrei útlend
orð, jafnvel ekki í samkvæmum mentamanna í Reykjavík, svo mjög
sem þau tfökast þó meðal Reykvíkinga, einkum yfirstéttanna. Eg
efa, að það sé töluð og hafi lengi verið töluð eins hrein íslenzka í
nokkru Reykjavíkurgiidi og töluð er, þá er þau Svanlaug og Egg-
ert setja upp hringana. En samt er málið eðlilegt í munni allra
sögumanna hans. Og lesandinn dáist hvað eftir annað að því, hve
vel hann getur hermt eftir öllum. »Náttúr)egt er þetta«, hvíslar
eitthvað innan í okkur við lesturinn. Ágætar eru viðræður þeirra
feðganua, Sölva og Eggerts, í fangaklefanum. Mætti tína til mörg
snildarleg tilsvör og samtöl úr bókinni. Eg bendi að eins á orð
ISigríðar gömlu (á bls. 68), í sennunni um morðmálið í Öku-Þór
'heima hjá foreldrum Eggerts: »Ja . . . guð varðveiti mig . . .
Hvernig þið talið«.
En mest er þó vert um samúð höfundar. Hanri sér alstaðar
manninn, af þvi að eftir hugsun haus erum við allir bræður, í
okkur öllum brennur sami eldur, sama guðdómlega sálin, morðíngj-
anum og mentamanninum, fátæklingnum og auðmanninum. Helzta
auðkenni lífsskoðunar hans virðist vera furðuleg trú a endalausa
göfgi mannlegrar sálar, er mörgum mun lítt skiljanleg. »Yið erum
líklegast öll eins, mamma . . . inst inni« segir Eggert. »Við erum öll
guðir í álögum. Eg hefi séð d/rð guðs á lítilmótlegri gamalli konu«.
»Sálin vaknar« er ef til vill bezta bók Einars Hjörleifssonar.
Hann hefir enn sýnt það, að hann er í röð mestu andans manna
•’jjessarar þjóðar. Hann eralt af að vaxa.
Sigurðnr Guðnmndsson.