Gefn - 01.01.1871, Side 57

Gefn - 01.01.1871, Side 57
57 Norðurferðir. Hin eiginlegu norðurheimskautslönd eru nyrðsti hlutinn af Ameríku, og eru ekki einúngis partur af meginlandinu, heldur og ótal eylönd er gánga lángt til norðurs. í fornöld gerðu menn sér hér á norðurlöndum ýmsar hugmyndir um norður- heimskautið og mikil lönd þar í kríng, en allt þess konar mun ekki hafa verið bygt á neinni reynslu, heldur eintómri ímyndan, og héldu menn þar bygði tröll og forynjur; í Bárðar sögu Snæfells-áss er talað um ríki Dumbs konúngs, er liggi fyrir norðan Dumbshaf, og ætti þar að vera »mörg lönd smá og eyjar«; en vér höldum, að hafi menn annars gert sér hugmynd um í hvaða átt þessi lönd hafi átt að vera, þá hafiþaöverið norður af Noregi. en ekki fyrirnorðan Ameríku; að minnsta kosti er norðast við Noregs strendur klettur nokkur er nú er nefndur »Domen«, sem er afbakað úr »Dumbur«. »Hellulands óbygðir« kölluðu menn ímvnd- aða landfiáka lengst til norðurs, fulla af jöklum og tröllum, og merkir þetta nafn þannig raunar allt annað en það »Hellu- land« sem Leifur hinn heppni fann, og sem menn hafa fyrir satt að muni vera það land sem nú er kallað Labrador. Hugmyndin um meginland fyrir norðurheimskautinu kemur ljósast fram íþættinum afHalli geit, sem nú erekki lengur til nema hvað Björn á Skarðsá hefir ritað upp eptir honum þetta: »í vorri gömlu máldagabók verður og Grænlands getið og þar um nokkuð skrifað náttúrur landsins, svo lángt sem

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.