Gefn - 01.01.1871, Page 81

Gefn - 01.01.1871, Page 81
81 það ^ mílu styttra en Parrý komstlengst 1827; þeir halda að í kríngum jarðarmöndulinn sé tómur ís, en annars er margt enn ókannað; má hér nefna tildæmis, að 1707 þókt- ust menn frá Spíssbergi sjá land nokkurt í austurátt, fjöll- ótt og tvær gnýpur hærri en hitt; menn hafa og séð fugla fljúga flokkum samau frá norðurströnd Spíssbergs og norð- ureptir, í maimánuði, og halda menn þeir hafi flogið eitt- hvað til að verpa; oggefur þetta grun um land í norðurátt með dýrum og jurtum. Grænland er og enn alveg ókunnugt hið innra. Nordenskjöld fór og norður í fyrra, og Englar, Svíar og Rússar búa sig út til að kanna heimsskautslöndin enn á ný; Ameríkumenn hafa og búið sig út og eru ætlaðir til þess af þeirra hálfu meir en 200,000 dalir; eiga þessar landaleitir að gerast í sumar eða svo fljótt sem unnt er. Yér höfum þannig gefið stutt, og þó áreiðanlegt, yfirlit yfir þekldngu vorra tíma á norðurhluta hnattarins, og er þessi ritgjörð, eins og aðrar vorar ritgjörðir, frumrituð ') og af- ') það er: samantekin eða samin eptir ýmsum bókum, enn ekki beinlinis þýdd. Rit eru frumrituð þó menn ekki finni sjálfir upp á öllu sem menn segja frá. Á bls. 58 nef eg sagt, að í „fundinn Noregr“ sé Gandvík látin vera sama sem Helsíngjabotn. þetta er rángt, því í sögunni stendur svo: . . . „Kvenlánd; þat er fyrir austan hafs- botn þann, er gengr fyri móts við Gandvík; þatkölluvér Hels- íngjabotn". Að „Gamvik" sé sama orðið og „Gandvík11, þykir mer enn líklegt; en það er heldur ekki óliklegt, að vesturhluti hvíta hafsins, næst Svíaríki ogFinnlandi, hafi líka heitiðGand- vík, hann heitir nú víkin Iíandalskaja; austurvíkin, sem Vina fellur í, er kend við Vínu (Dwina) eða þá Arkangel, og syðsta víkin við Önega. Sjálfur flóinn kallast allur „hvítahafið“, Bjeloje- more, og þá er Gandvík ekki allt þetta haf, heldur partur af því. Sögurnar segja optar en einusinni, að menn hafi farið framhjá Gandvík og þá komið ti! Vínu, ogþetta getur velkom- ið heim við það sem hér er sagt. Eg nenni nú ekki að rita meir um þetta að sinni, hvorki um hvort Gandvíkur nafni sé nokkuð jafnandi við Carambicum mare, eða ganta eða kanna og eiginlega merki Gæsavík; örnefni eru optast nær torskiiin; 6

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.