Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Qupperneq 16
16
landsuðrhorni fjarðarins, þar inn með brekkunum, milli þeirra
og Músarár, eins og hún rennr nú.
Svo sem 100 faðma fyrir innan fjarðarvikið, þar á dálítilli
hæð, er yzta búðin sem nú sést á Þorskafjarðarþingi. Hún er
fornleg mjög, enn þó greinileg, og hin glöggvasta, sem þar sést.
Búðin snýr út og inn, austr og vestr, og er 24 fet á lengd, enn
21—22 fet á breidd. fíún er öll vaxin lyngi og grasi, ogíbæði
vestr-gaflhlaði og norðr-hliðvegg mótar fyrir stórum undirstöðu-
steinum. Dyr hafa verið út úr vestrhorni búðarinnar, rétt við
gaflhlaðið á þeim hliðvegg sem að ánni veit. Veggir eru mjög
útflattir. Þessi búð er Þorkelsbúð eftir sögunni (1.) — 24 föðmum
innar og neðar á eyrinni er tóftin, sem bygð hefir verið fyrir
skýli á Kollabúðarfundum; þar rétt fyrir neðan, nær ánni, er og
nýr kumbaldi eða tóft, sem auðsjáanlega hefir verið bygðr of-
an á endann á fornri búð, og hefir þá verið rifið grjót upp úr
ytri hlut búðarinnar. Hún virðist hafa verið 42 fet á lengd og
24—25 fet á breidd, að þvi er mælt verðr. Efri hliðin er mjög
óglögg, því að meira er rifið þar upp, enn neðri brún veggjar-
ins, er að ánni veit, er glögg; dyr sjást ekki af því áðrtalda
umróti; búðin snýr út og inn eins og hin. Þetta hefi eg heyrt, er
eg var ungr, að væri búð Gests Oddleifssonar (2.) Svo sem 16
—17 föðmum neðar og utar er og upphækkun nokkur, búð (3),
scm er afiöguð og brotin af vatnagangi og grjóti, enn þar á milli
sést nokkurn veginn glögt fyrir vestri hliðvegg; hinn er að
mestu afbrotinn, nema partr að sunnanverðu. Þó mun þetta
verið hafa búð, því að þar sést fyrir lileðslusteinum í neðra hlið-
veggnum, og hún snýr eins og hinar. Búðin verðr ekki mæld,
því að af báðum endum er brotið, sýnist þó ekki verið hafa all-
lítil. Svo sem 28 föðmum þar beint innar er upphækkun nokkur
komin í þýfi, um 5—6 faðmar á aunan veg, enn 3—4 á hinn. A
þessu sýnist vera mannaverk (4.); þó er það varla búð. Mætti
geta til, að væri haugr Þorkels Súrssonar(?) Beint innar frá
þessu mannvirki um 22 faðma upp með ánni eru 2 búðir, er
liggja samhliða, snúa út og inn, og er mjótt sund millum þeirra.
Þær ganga nokkuð á víxl, þannig að gaflarnir standa ekki jafn-
langt fram og upp. Þær eru allar orðnar stórþýfðar, enn veggi
má þó deila, og er það mikil upphækkun í heild sinni. Sú sem
er nær ánni (5) er 50 fet á lengd og 23 fet á breidd; dyr
hafa sjáanlega verið við vestra gaflhlað á nyrðra hliðvegg búð-
arinnar. Syðri búðin, sem er nær brekkunni, er 72 fet á lengd
og 23 fet á breidd; dyr sýnast hafa verið á hinum nyrðra hlið-