Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Side 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Side 37
37 lægð, kemr langt svæði, grýtt með köflum, enn með sandi og mosaþembingi á milli. Þegar norðr af þvi dregr, fer að halla ofan í »Girautarflóa«, sem kallaðr er; hann er að sunnanverðu við Eyvindarfjöll og Eyvindardal, og eftir honum rennr Eyvind- ard. Þessi »Grautarflói« er sjálfsagt sú Uxemýri, er sagan nefn- ir, og yfir höfuð stendr þessi lýsing sögunnar vel heima. Þar sem af mýrinni kemr og dregr upp í fjallið, hefir verið Eyvind- artorfa, sem nú er öll uppblásin og horfln, og segir mér svo Sigfús á Skjögrastöðum, greindr maðr og fróðr um örnefni, að faðir hans hafi séð Eyvindartorfu og haug á henni, enn þá hafl torfan verið svo blásin, að ekki hafi verið eftir nema lítill kragi í kringum hauginn. Yfirleitt verðr ekki sagt, hvar þeir Eyvindr hafa farið; því alt er hér orðið svo umbreytt. Eg skal geta þess, að þegar Ey- vindarfjöllum sleppir, er eftir hér um bil fjórðungr heiðarinnar. Hrafnkelsdalr gengr út úr Jökuldal, skamt fyrir utan Brú, í landsuðr; hann er 4 mílur á lengd eða meira, og skiftist þar efra í tvo smádali. Hrafnkelsdalr hefir fyrrum verið mjög fallegr dalr, og er enn á mörgum stöðum, og því fallegri sem ofar dregr. I einum stað fyrir ofan Aðalból er sá fallegasti staðr, sem eg hefi komið á í nokkurum dal; hlíðarnar grösugar, undirlendið egg- slétt og þakið grænum víðiskógi, töðugresi, sóleyjum og öðru blómgresi. Áin líðr yndisleg niðr eftir dalnum í* smábugum; hún er ekki all-litil, enn spegiltær og lygn. Á þessu fagra svæði stóðu Laugarhús, þar sem Bjarni bjó, faðir þeirra Sáms og Ey- vindar. Þar er dálítill hver eða laug, er gerir alt fegra. Þar mótar fyrir bæjartóftum. Hér væri vel lagað að hafa skemti- stað á sumrum. Neðstídalnum að sunnanverðu er alt orðiðsand- orpið langt upp eftir, og öskufallið úr Öskju 1875 hefir mjög eyði- lagt dalinn, og líka mikið svæði af Jökuldal, og er það hörmu- legt að sjá. Hrafnkelsdalr hefir verið einhver hinn yndislegasti dalr í fornöld; var þvf von að Ilrafnkell elskaði dalinn. Nú standa að eins tveir bæir í dalnum, VaðbreJcka og Aðalból, sem er nokkuru ofar. Þar er enn mjög fallegt. I daln- um hafa verið 7 bæir aðrir, sem enn sjást merki til1: Glums- staðasel inst, Þuríðarstaðir, Laugarhús, sem áðr eru nefnd, Þor- bjarnarhóll, þar sem Þorbjörn bjó, faðir Einars, Þórisstaðir, Þrdnd- arstaðir, Múlakot, og Leikskálar, sem sagan getr, er áttundi bær- 1) í Brandkrossa þætti segir, að i Hrafnkelsdal haíi verið nær 20 bæir. Bæði þar og í Landn. segir, að Hrafnkell hafi bviið 4 Steinröðarstöðum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.