Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Side 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Side 60
60 Helga haugr Droplaugarsonar. Maðr sem eg talaði við í Vopnafirði, og Sigurðr heitir Vil- hjálmsson, hefir verið 4 ár á Eyvindará og er mjög kunnugr þar, segir, að haugr Helga Droplaugarsonar sé þar sýndr enn í dag, og beri nafnið Helgahaugr. Er hann í suðvestr frá bænurn, svo sem 6—7 faðma fyrir innan þann túngarð, er nú er, suðr af fjárhústóft, sem stendr á háum hól í túninu, niðr frá bænum. Það er mælt að bærinn hafi áðr staðið litlu neðar enn nú, utan- vert við götuna, er liggr niðr frá bænum, og þá verðr haugrinn í suðr frá þessum gamla bæ, eins og sagan segir. A efra vall- arpartinum sést móta fyrir fornum túngarði, sem liggr í stefnu lítið eitt fyrir innan hauginn, svo að hann hefir verið utan túns, sem sagan segir, enn á neðra parti túnsins, fyrir neðan götuna, er garðrinn nú horfinn, eða þar sem haugrinn er. Haugr þessi er 2—3 faðmar í þvermál, að sögn þessa manns; hann er lágr og niðrsokkinn; í kringum hauginn sýnist vera grjótlag, og í ein- um stað lagt sem í röð, og hér og hvar upp úr honum sést á grjót. Þar sem gamli bærinn stóð, er sem upphækkun eða tóftamót.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.