Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Side 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1893, Side 78
78 kláðatímanum var þar bygðr varðmannakofi. Þegar aéra Snorri Björnsson var prestr að Húsafelli, dó þar hjá honum görnul sveitarkerling, er hatði fæðzt á Hlíðarenda. Svo lengi hélztbygð- in þar. Beint upp undan Reyðarfells-rústunum, uppi á hjallabrún- inni, er steinn, sem kallaðr er Grettistak. Hann stendr á 3 stein- um, sem allir eru ílangir, og standa allir upp á endann. Svo eru þeir háir, að vel kemst lmndr undir steininn milli þeirra. Grettir á að hafa sett hann upp á þá. Það virðist samt í fljótu bragði mjög ólíklegt, því steinninn er miklu stærri enn svo, að menn hafi getað hafið hann. Enn þess er að gæta, að stuðlarn- ir eru settir utan í malarbrún og hefir steinninn að líkindum staðið upp á henni áðr; raátti þá með lagi hrinda honum fram á stuðlana, eða jafnvel grafa svo undan honum, að hann félli á þá fyrirhafnarlítið; vindrinn gat svo á löngum tíma sorfið brúnina jafna aftr. A hinn bóginn er mjög ólíklegt, að steininn sé af tilviljun kominn eða þeir undir hann, þannig sem þeir standa. Munnmælin geta því verið sönn: Kunnugt er: að Grettir hafði gaman af að fást við stóra steina til að sýna afl sitt, og hann var frændi Hafliða að Reyðarfelli og fór »utan» með honum. í þeirri ferð gat hann dvalið þar dag eða lengr og þá gert þetta. 6. Grímsgil. Svo segir i Landn. (I. p., 21. k.): »Grímr hét maðr, er nam land et syðra upp frá Giljum til Grímsgils ok bjó við Grímsgil. Hans synir vóru þeir Þorgils auga á Augastöðum ok Hrani á Hranastöðum«. Hér segir: að Grímr nam land »et syðra«; svo hlaut að vera, þar eð Þorkell kornamúli, er bjó i Ási, hefir num- ið alt hið nyrðra eða nær Hvítá á því svæði. Landnám Gríms hefir því verið hlíðin norðan í fjallinu frá Giljum austr að Reyð- arfelli. Þar kemr gil ofan, sem fellr fyrst til norðrs fyrir aust- an Reyðarfell, svo vestr með fellinu að noraðn, bevgist síðan í suðvestr og rennr í þá átt eftir hjalla þeim, sem Reyðarfell stendr upp á, þá vestr fyrir hjallann að sunnan og beygist hringinn í kringum vestrenda hans til norðrs og síðan til norðaustrs niðr grundina fyrir utan Ámót, og þar út í Hvitá. Gil þetta myndar þannig næstum eins og latinustafinn S, og er neðri bugrinn, sem hjallaendinn liggr í, nú á dögum kallaðr «Hringrinn«, og er gilið vanalegast kent við hann og kallað »Hringsgil«. Öðru nafni er það þó stundum nefnd Grimsgil, og mun það rétt, því varla getr verið um annað gil að ræða enn þetta, eða þá Deildargil, sem

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.