Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 3
5 lengi, og kallast Lönd, til aðgreiningar frá Fornu-Löndum. A Fornu- Löndum er einna fallegast bæjarstæði og kirkjustæði á Heimaeyju. Umhverfis Fornu-Lönd mátti fyrir nokkrum árum rekja forna girð- ingu, nálægt 100 faðma á hvern veg af fjórum, er myndaði ekki mjög skakkan ferhyrning, um 10.000 ferfaðma, eða rúmar 11 vallar- dagsláttur. Innan nefndrar girðingar sáust engin merki til garða, reita eða skiftingar; en kornakur hefir getað verið þar nokkru eftir landnámstíma fyrir því, og nafnið þar af leitt. Mér virðist eðlilegt, að Fornu-Lönd hafi um tíma verið sérstök jörð, með allstóru túni — í samanburði við önnur tún — og bæ, og að kirkja hafi seinna verið bygð þar og fengið þar nafn sitt, sem loðað hefir við hana síðan. — Frá hinni gömlu, elztu Garðs verzlunarlóð, sem afmörkuð er með stafsettum hornsteinum, eru nálægt 100 faðmar að Fornu-Landa- girðingunni; frá elzta túngarðsbroti Vilborgarstaða um 80 faðmar; frá vesturhorni hennar um 70 faðmar að elzta túngarðslagi Stakka- gerðis. Eg gct þessa af því að girðing þessi er hér um bil horfin og gleymd, og fáir munu hafa veitt henni eftirtekt meðan hún sást. A Fornu-Löndum var til skamms tíma haglendi Innan girðingar- innar sáust engin mannvirki nema 4—5 grasgrónar kofarústir, sem litu út fyrir að vera leifar þurrabúða, er settar hefðu verið á eldri rústir á seinni tímum Ekkert sást votta þar fyrir kirkjutóft eða kirkjugarði. Fyrir rúmum 20 árum var bygður allstór kartöflugarður á rústum þessum, og kom þar upp úr nllmikið af grjóti, og mikil beina öskudyngja var vcstan undir þcim. Nýlega er búið að rækta tún yfir alla Fornu-Landa-girðinguna, bæta við stórum káigarði, og þrjú hús cru á henni, er nef'nast Hciði, Hraun og Asgarður Á all-stóru haglcndi — 16—20 dagsláttur — er lá milli Stakka- gerðistúns, kirkjugarðs, Stóra-Gerðis- og Vesturhúsa-túna, og Fornu Landa-girðingar, voru allvíða fornar girðingar, er mörgum getum var leitt um af Eyjabúum, hvað verið hefðu, t. d. tún, nátthagar og fiskigarðar. Þegar þær voru nákvæmlega athugaðar virtist mér sennilegast, að mikið af þessu svæði hefði verið kornakrar. Garð- leggirnir voru margir, og skiftu mishæðum og lægðum í litla parta, reiti og ferhyrninga. Landslag er þar hentugt, liggur heldur lágt og í skjóli fyrir austanstormum, jarðvegur góður og djúpur. Nú er búið að breyta allmiklu af þessu svæði í tún og kálgarða, slétta flestar garðarústir og þýfi, og jafnframt að byggja sumstaðar hús. Gamla óræktarmyndin er bráðum horfin, en ný ræktunarmynd er dregin upp fyrir augað. jVIilli Stakkagerðistúns og Háar eru hér og hvar gamlar girðing-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.