Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 4
6 ar og fornir garðleggir, og sumir all-langir. Hvers konar garðar þetta hafi verið, er ekki gott að gizka á. Jarðvegur er þar sendinn, grunnur og víða hraunhryggir, klappahólar og snasir upp úr. — Sunnan og austan við Hána eru svonefnd Sandskörð. Þar er jarð- vegur mjög sendinn og uppblásinn, víða yfir 3 álnir niður í mold, klappir eða hraun. I þessum uppblástri eru nokkrar þéttar garða- rústir, sem gcta verið leifar af fiskigörðum, þótt heldur sé það ólík- legt. En skamt þaðan í suður, eru áreiðanlega fiskigarðar og borg- hlaðnar krær — allar fallnar — sem notaðar voru áður en farið var að salta fiskinn. — Innan um Sandskarðarústirnar geta dulist fornar bæjarrústir, og athugavert er, að í þessum Sandskörðum hafa fundist smávegis gamlir munir: brýniskubbar með gati, kambabrot úr beini og eyri, koparhnappar, tönn úr gömlu svíni, fornlegt signet og ýmislegt fl., svo og margskyns beinarusl, vaðsteinsbrot, flsksleggju- hausbrot o. fl. Meðan þarna var óblásið, hefir þar verið mjög fagurt og mikil útsjón: austur yfir alla bygðina, »upp fyrir hraun«, innsiglinguna, sundið, »austur-eyjarnar«, »suður- og vestur-eyjarnar«, haflð og meginlandið austan og vestan við klettana o. m. fl. í einu ber þar margt fyrir augað, og óvíða þvílíkt. Ekki er heldur langt þaðan í vatnsbólið í Herjólfsdal. En stormasamt er í öllum áttum við enda Háarinnar Gjábakki — nú tvíbýli — er líklegt að sé einn með allra elztu bæjum. Til þess benda einkum hinar fornu kumbaldalegu túngirð- ingar. I túngarðinum austan við bæinn er mjög fornleg rúst, er líklegt er að só af bæ. Vestan undir rústinni er dæld, nefnd Brunn- láq, uppfylt að nokkru leyti I henni var stór og forn brunnur fram undir miðja 19. öld. Olíklegt er að brunnurinn hafi verið bygður þarna, um 40 faðma frá núverandi bæ. Frá rúst þessari og hinum forna túngarði — er liggur til suðurs, heflr túnið verið fært út — austur; þessi túnútseta nefnist Akur, sem getur hafa verið kornakur í fornöld, því nafnið er eldra en frá öðrum fjórðungi 19. aldar þegai' Abel sýslumaður hafði Gjábakkann til ábúðar og byrjaði á kornyrkju í Akrinum, sem ekkert varð þó úr.1) Kornakur heflr *) Við þessa akuryrkju Abels hafði komið nokkuð broslegt fyrir. Gamall draugur kendur við Akurinn kunni ekki við umrótið og fór á kreik. Sveinn nokkur Hjalta- son, vinnumaður Abels, þóttist sjá piltinn 4 ferð heima á Gjábakka, og varð vitskert- ur. Nóttina oftir drapst önnur kýrin í fjósinu, en dyraumbúningur með hurðinni fanst úti á tiíni. Hinn svo nefndi „Akurdraugur11 hafði samt ekki verið akurgerðar- maður fornaldarinnar, heldur 1 af 5 vinnumönnum á Gjábukka, er neyddur hafði verið til þess að ganga á reka á jóladaginn, og hafði druknað í þeirri ferð, gengið svo aftur og tekið sér bólfestu í Akrinum, nokkru fyrir Abels daga eða i Jok 18. aldar.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.