Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 5
7 samt verið illa settur á þessum stað á sjávarbakkanum undir sifeldu sjóroki i austanstormum. Kornhóll nefnist ein jörðin í »Niðurgirðingunni«, næst höfninni og sjónum. I útnorðurhorni túnsins er Garús-verzlunarlóðin; á henni er hinn svo kallaði »Skans« (virkið), er mun hafa verið bygður kringum verzlunarhúsin (»dönsku húsin«) rétt áður en Tyrkir rændu eyjarnar 1627. Skansinn er 13X17 faðmar að innanmáli. Austurveggur hans er 23 faðm. á lengd, þykt 8 áln, hæð rúmar 3 álnir. Þeir Kohl sýslumaður og Pétur Bryde kaupmaður, létu endurbæta Skansinn allmikið, hækka hann, og hlaða breiðan gang- pall að innanverðu, austan og norðan megin. Suðurgarðinn var þá búið að rífa niður. Tvö verzlunarhús stóðu í Skansinum fram undir miðja 19. öld. Aður en Skansinn var bygður, getur hafa verið þar nokkuð breiður hóll eða flöt hæð, sem hafi breyzt við bygginguna, eftir jarðvegslöguninni í kring að dæma. Verzlunarhúsin hafa staðið á sama stað mann eftir mann frá ómunatíð, og kaupmaðurinn eða verzlunarstjóri hans hafa haft Kornhólsjörðina til afnota, og verið að sumu leyti sem jarlar yfir eyjunum, að minsta kosti einokunar- aldirnar. Kornhólsnafnið er ekki hægt að segja, hvort dregið sé af kornyrkju á þessum stað í fornöld, kornbúri verzlunarinnar, eða þurkun á skemdu eða blautu korni frá verzluninni á hæðinni eða hólnum, sem þar hefir verið hjá verzlunarhúsunum. 2. Bœr Ilerjólfs landnámsmanns. Landnáma1) segir að Herjólfur son Bárðar Bárekssonar hafi fyrstur bygt Vestmannaeyjar, og búið í Herjólfsdal fyrir innan Æg- isdyr. Örnefnið Ilerjólfsdalur er enn til, sem sé dalurinn sunnan undir Dalfjalli, en vestan undir Hánni. Bæjarrúst eða garðar hafa ekki fundist í Herjólfsdal, og þess vegna hafa sumir viljað rengja orð sögunnar. En það er einkum fernt, sem styður að því, að bær hafi verið þar til forna, þó hann að líkindum hafi ekki staðið þar lengi. Fyrst er örnefnin Mykjuteigsgrjót, Mykjuteigshlaup og Mylcju■ teigstó. Tóin er langur, brattur og breiður bergflái vestan í Hánni, upp af dalnum að austan. Niður undan tónni er »hlaupið« og »grjótið«, sem er æfa gamalt. Allir vita hvað teigur og mykja er og þýðingu þeirra nafnorða. Hlaupið úr Hánni (tónni) hcfir hrapað yfir mykjuteiginn — tún dalbúans. — Annað er vatnsból dalbúans — »Lindin«, sem er eina lækjarsitran á eynni, og kemur austan frá rótum Háar. Með »Lindinni» er hlaðinn stokkur og gert yfir með *) Hauksbók,k. 302; sbr. Starlubók, k. 351 M. Þ.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.