Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 7
9 nefnast 2 vatnspollar í hinum fornu — elztu — gryfjum; eru þeir seitl undan fjallinu. Orsök til nafnsins að eins gömul trú á fjár- sjóðu Herjólfs og að þar sem silfur er fólgið i jörðu, sé vatn. í Herjólfsdal sjást engar leifar af túngörðum eða girðingum, en þeirra gerðist lítil þörf, fjöllin í kring skýla honum, og hann var sjálf- varinn af sjónum og fjöllum. Dalurinn er einkennilegur og fagur enn í dag, en fegri og byggilegri hefir hann þó verið í fornöld, meðan skriðurnar voru ekki komnar hingað og þangað um brekk- urnar né Mykjuteigshlaupið. 3. Ægisdyr. Nú er eftir að vita hvar Ægisdyr eiga við, sem Landnáma segir að Herjólfsdalur hafi verið fyrir innan. Um það hefir verið meiningamunur á seinni tímum. því örnefnið þekkist ekki. Ymsir ætla að Kaplagjót hafi verið nefnd Ægisdyr, og meðal þeirra er hinn spaki, fróði og glöggi fræðimaður Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi. Eg er á gagnstæðri skoðun. I mínum augum er Kaplagjót, sem er skora eða geil inn með Tíkartóama&m á Dalfjalli og hraunbrún- inni, of ómerkileg til þess, að hafa kallast Ægisdyr. Kaplagjót er víst óbreytt frá eldhraunstímanum; hún er 1—2 faðmar á breidd, 15—20 faðmar á lengd og '/2—2 faðma djúpur sjór í henni. Hátt standberg er öðrumegin, en hraunbrúnin flá og skörðótt hinumegin, um 3 álnir á hæð. Þar er mjög brimsamt, og enginn bátur getur með árum farið út og inn um þessa skoru, og hún er ósamboðnar dyr sjávarguðinum. Kaplagjótarnafnið er tilhlýðilegt; þar hagar svo til að nokkrir kaplar — merar — hafa getað hrapað ofan í hana, og tík hefir einnig getað hrapað í hana úr Tikartónum, og mörg sauðkindin hefir hrapað i hana fyr og síðar til bana. Litli fjörðurinn, 50—60 faðma langi og 12—15 faðma breiði, norðan undir Dalfjalli, væri líklegri Ægisdyr. í botni hans er lend- ing. öðru megin hans er hátt standberg á Dalfjalli, en hinumegin nokkuð grasivaxinn vegghamar, 5—6 faðma hár, sem heitir Stafs- nes eða Stafnnes. Þö mun hann aldrei hafa kallast Ægisdyr. Lík- legast virðist mér að sundið — »Leiðin« — inn á höfnina (og að naustunum), austan á Heimaey, hafi kallast Ægisdyr, og sömu skoð- • un hafa fieiri. Yíkin milli Yztakletts og Urðanna, og svo Leiðin milli Heima- kletts og Hörgeyrar á aðra hlið, en Hringskers, Hjörseyrar og Kom- hólshœðarinnar á hina, er sennilegast að borið hafi hið veglega nafn. Frá því að Vestmannaeyjar fundust og til þessa dags, hafa þar og 2

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.