Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 8
10 hvergi annarsstaðar verið aðal inn- og útgöngudyr fyrir öll skip og báta, innlendra sem útlendra. Þarna blöstu við nótt og nýtan dag tignarlegar dyr sjávarguðs- ins, hvort sem litið var til hafsins úr landi kringum »Voginn«, eða til »Vogsins« og landsins af haíinu. Hurðin frá dyrunum var um 8/4 viku sjávar í burtu, nfl. Bjarnarey. Þessar Ægisdyr voru öllum mönnum frjálsar og opnar til umferðar. Ægir gekk þar sjálfur út og inn og leiddi mennina með sér. I þessum tignarlegu dyrum hefir hann frá aldaöðli sýnt öðru hvoru mátt sinn, vald og mikilleik. Kári hefir riðið Ránarhvel með honum austan frá Jötunheimum og að dyrunum. Ægis þrumandi rödd hefir heyrst langar leiðir þegar hann hefir stígið á þrepskjöldinn í dyrunum: Hörgeyrina með hörg- unum við annan, en Hjörseyrina og skerin við hinn dyrastafinn. Annar dyrastafurinn er Heimaklettur, hár og tignarlegur, með græna skikkjuna niður á hamrabrún. Hinn er Kornhólshæðin, breið og fögur með grænum feldi. SkipaZeiðiw hefir snemma orðið hljóðhær og vel þokkuð. Þetta nauðsynlega og nytsama sund var áreiðanlegri landtökustaður en Eyjasandur. Þessar þýðingarmiklu dyr að lendingarstaðnum, egg- verinu, verstöðinni og loks að bygðinni, hefir orðið glöggara og veg- legra markmið í huga allra þeirra, sem sneru sér að eyjunum, held- ur en hraunskoran »Kaplagjót«. Þessi aðgangur að öllu því sem eyjarnar höfðu í skauti sínu, hefir haft viðtækari áhrif á líf og hugsunarhátt, fyrst sjómannsins og seinna bóndans, en ómerkileg hraungeil eða dráps-smuga. Hugumstórum heiðingja var trúandi til þess að kenna fyrst þessar mikilvægu dyr við Ægi, norðureyrina við hörgana og suðureyrina við hjörinn. Hringskersnafnið er líklega nokkuð yngra, dregið af stórum skipsfestarhring, er festur hefir verið með blýi, og leifar sjást af enn í dag í skerinu. Hjá manni úr eyjunum eða af meginlandi, sem átt hefir þetta atriði í sögunni, er það hugsunarrétt, að skoða Herjólfsdal fyrir innan Ægisdyr — o: aðganginn, »Leiðina« að eyjunum. Fyrir ókunnugum, eða jafnvel kunnugum, var ekki hægt að afmarka staðinn glöggar á annan hátt. Ægisdyr þarna voru þegar svo fjölþektar, en Kaplagjót óþekt fyrir líf og hugsunarhátt nær og fjær. — Alt í og á eyjunum mátti í „ huganum og daglegu tali miða innan við þessar dyr — »Leiðina«. A seinni timum hefir margt verið miðað við kauptúnið og frá þvi, sem hinn merkasta stað eyjanna. I kauptúninu við »Leiðina« er venjulega sagt: »inn í Dal«, og sama hvar maður er staddur í nánd við það, eða jafnvel allstaðar á Heimaey. Sé mað- ur héðan kominn í fjarlægð, mun hann segja spyrjanda:

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.