Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 11
13 Stóra grjótskriðubrekkan, undir Neðri-Kleifum að vestan, er mynduð af margra alda sandfoki úr undirlendinu sunnan við Eiðið (Fitinni, Flötinni?) og svo sífeldu grjóthrapi ofan úr flettu. Sama er að segja um grjót- og sandbrekkuna undir Stóru Löngu upp af Hörgeyri. Hörgeyri hefir af sumum verið nefnd Klemenseyri, eftir kongs- verzlunarkaupmanni einum, er á að hafa bætt dálitlu ofan á liana til varnar höfninni. Það var nokkuð í samræmi hvað við annað, hefði undirlendið vestan við Hörgeyri kallast Stóraflöt, og þar hefðu hörgarnir staðið, en Langaflöt hefði heitið vestan við Kleifnaberg og vestur með Eiðinu — og kirkjan og grafreiturinn verið þar, og jafnvel bær um nokkurn tíma, — því að Flatir hafa kallast til þessa dags slétt- lendið vestan við höfnina — voginn — norðan við Sandskörðin, og HlíðarbreJcka vestan við »Eiðið«, neðanundir Stóra-Klifi. Um þriðja staðinn fyrir Ormsbæ er áður nokkuð getið, sem sé í Sandskörðunum og garðaleifunum sunnan og austan við Hána. Með tilliti til orða Landnámu, hefir þá snemma á öldum verið þar alt blásið. Fornir munir, sem þar hafa fundist, benda á fornan bæ þar, en Ormur þurfti alls ekki að eiga hann. Fleiri hafa bygt í Vestmannaeyjum á nokkurra ára tímabili en þeir Herjólfur og Orm- ur. Hefði Ormui' búið þarna, var lítt hugsandi að segja að hann byggi við hamar niðri, hvar sem sögumaðurinn — sem kunnugur — hefði verið staddur. Háin með Skiphellrum getur skoðast sem ham- ar og gat kallast Hamar, en engum hefði dottið annað í hug en að nefna hóndann þar inn við Hamar eða upp við Hamar. Það er at- hugavert, að Náttmálaskarð — milli Háar og Litla-Klifs — mun vera eina örnefnið í eyjunum, sem kent er við dagsmark, og að það mun þó hvergi bera heim við núverandi bæi sem dagsmark, en austarlega í Sandskörðunum lætur það nærri Munnmæli segja, að fyrir miðja 18, öld hafi kýrnar farið upp úr Náttmálaskarði að sunnan, niður úr því að norðan og au^tur með Stóra-Klifi að norð- an, og að þar hafi alt verið þá grasivaxið. Nú er skriða upp úr Skarðinu að sunnan og nokkuð niður norðnn megin og svo stand- berg, og stórgrýtis-urð austur með Klifi að norðan 5. Ornefni eftir þrœlum Hjörleifs Hróðmarssonar. / / Olíkleg er sú tilgáta, að Bjarnarey, Alfsey og Brandur taki nöfn sín af þrælum Hjörleifs þeim, sem Ingólfur Arnarson fann á Eiðinu og drap hér og þar. Upp í þessar eyjar er ekki auðhlaupið; tvo báta mundu þrælarnir hafa þurft, sinn í hvora átt, og þriðja bátinn hefði

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.