Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 13
15 bjarga mönnum frá bjargarleysi og bágindum. Frá sama tíma get- ur Garðsenda-naímjb verið. A sandinum norðaustan við Stórahöfða sjást leifar af grjótgarði, sem benda til þess, að höfðinn hafi verið afgirtur, og þá helzt til fráfærna eða lambabeitar. Hamarinn við austurenda garðrústarinnar nefnist Garðsendi. 7. Um kirlcjusólcnirnar. Meðan kirkjurnar voru tvær í eyjunum, voru sóknirnar líka tvær; en sóknaskilin koma nú orðið hvergi fram í daglegu tali, nema að eins við súlnaskifti úr Hellisey. í austursókninni — þ. e. Kirkjubæjarsókn — var Uppgirðingin og Niðurgirðingin, en í vestur- sókninni — þ. e. Ofanleitissókn — voru Dalir, bœirnir fyrir ofan Hraun, og þurrabiiðirnar. Þegar prestarnir voru tveir, mæltu þeir sér mát, að mætast hjá Prestasteini — hraunklöpp, sem er góðan spöl i suður frá núverandi Landakirkju, og verða þaðan samferða til kirkjunnar. 8. Dysjar. Suður af Torfmýri, vestarlega í hrauninu, lítur út fyrir að vera forn dys, eða haugur, milli hraunklappa þar, allmikið blásin að vestanverðu. Hún er um 20 faðmar á lengd og 10 á breidd, nokk- uð bungumynduð. í henni er talsvert grjót, og sumt af því all- stórt, 1—300 pd. steinar. En það eftirtektarverðasta er, að grjótið er aðflutt, sitt úr hverri áttinni, en ekki alt úr hrauninu þar í kring, þar sem er þó mikið af lausu grjóti. Þar eru sjóbarðir hnullungar af Torfmýri, blágrýti (stuðlabergsbrot) úr skriðunni hjá Fjósakletti í Herjólfsdal og svo mógrjót úr Mykjuteigshlaupi neðanundir Hánni og Mykjuteigstó. Grjót þetta hefir verið flutt að um 2—3 hundruð faðma langan veg, eða réttara sagt vegleysu. Nokkru nær Dalnum er dys (haugur) talsvert minni ummáls, en nokkuð hærri og öll grasgróin, en sömu einkenni vekja eftirtekt á henni og hinni fyrnefndu, það er grjótið, sem talsvert sést af. Svo getur verið þriðja dysin, rétt við dalinn að sunnan. Hún er miklu stærst, en ekki sýnilega nema tvær tegundir af grjóti í henni, sem sé blágrýti úr skriðunni og mógrjót úr »Hlaupinu«. Dysjar þessar allar eða nokkrar geta verið frá 1514, þegar Is- lendingar (Síðumenn) börðust við Englendinga og feldu fjórtán af þeim, og Englendingar séu dysjaðir þarna. Þær geta lika verið frá

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.