Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 18
20 Ingólfr nema land á íslandi, er þá var kunnugt orðið, en lítt bygt, nema af írskum einsetumönnum. Af þrælum Leifs eru 5 nafn- greindir: Dufþákr, Geirröðr, SJcjaldbjöm, Halldórr og Drafdittr — Hafi menn þessir verið alírskir, þá hafa Norðmennirnir gefið þeim ný nöfn flestum. Leifr »lét þrœlana draga arðrinn«, er hann gerði akur, og undu þeir illa sínum hlut, sem von var að, svo óvanalegri þrælkun. Hefndu þeir og hóflaust harma sinna á Leifi, myrtu hann og menn hans. »Þrœlarner foru i eyiar þœr er þeir sa i haf til vtsudrs ok biogguzt þar fyri vm hrid«. mgólfr varð var við morðið, sá eyjarnar og kom það í hug, að þrælarnir mundu hafa leitað þangað, því að bátur Leifs var horfinn. Fóru þeir að leita þrœlanna ok fundu þá þar sem Eid heiter i eyiunum, voru þeir þa at mat er þeir Ingolfr kvomu at þeim. Þeir vvrðu felmsfuller ok hliop sinn veg hverr. Ingolfr drap þá alla. Þar heiter Dufþaks skor, er hann lezt. Fleiri hlupu þeir fyrer herg þar sem vid þa er kent siþan. Vest- mannaeyiar heita þar siþan er þrœlarner voru drepner, þviat þeir voru Vestmenn«. Ofagur og óheillavænlegur er þessi fyrsti viðburður í sögu eyj- anna. Og þó er hefnd Ingólfs réttmæt, hófleg, og þykir lofsverð. En ekki má því gleyma, að framkoma þrælanna var eðlileg. Þeir voru að ósekju herleiddir og þrælkaðir á ómannúðlegan hátt, og því gerðust þeir morðingjar og ræningjar, að þeir vildu ekki una þrælaæfi. Þessi frásögn sýnir oss víkinga, fyrstu menn vorrar eigin þjóð- ar, er elta um Heimaey hertekna menn af annari þjóð, vestmenn, til þess að drepa þá, og þeir ganga loks af þeim dauðum. Hú höfðu eyjarnar fengið nafn, sögu og söguleg örnefni, og fiest af þessu hefir haidist við í þær tíu aldir, sem síðan eru liðnar. — Staður sá, er Ingólfr fann þrælana á, er nú nefndur Eiði venjulega, oft með greininum: Eiðið'). — í sumum handritum (nr. 53 og 54 i arkarbr. í Arnasafni) af Olafssögu Tryggvasonar hinni meiri, þar sem tekin er upp frásögn Sturlu lögmanns um þennan atburð, og í sumum Landnámabókar-handritum, er Eiðið nefnt Þrœlaeið. Er ekki ólíklegt að það hafi verið nefnt svo stundum.2) Vafalaust hefir ') Sbr. Árb. ’07, bls. 3-6. ’) I handriti þvi af bók sira Gissurar, sem áðnr er nefnt, nr. 123 í 4 bl’ br. i handrs. Bókmfél. í Landsbs., stendnr svo, bls. 8, : „Til útnorðurs slepper þessum Fiollum og kemur þar fyrir nedann og austann lágur Tánge af Sande og Blágrytes Steinum, er nú kalladur Ende, enn Þræla eyde i Landnámu". „Ende“ er vafalaust mislestii að kenna, en nafnið „Þræla Eyd“ hefir sira Gissur séð í Skálholts-útgáf- unni af Landnámabók, bls. 9., sem prentuð var 1688. Frá sömu rót mun það sprottið, að sira Jón Austmann setur í svigum „Þrœlaeydidu er hann nefnir Eiðið; og frá

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.