Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 20
22 þrælum Hjörleifs. Eru þau munnmæli að öllum líkindum allsendis óáreiðanleg, sennilegast röng, nema um örnefnið Halldórsskoru, sunnan í Dalfjalli, einn af þrælunum hét einmitt Halldórr. Um Halldórsskoru segir síra Jón Austmann svo: »Sunnan á móti niður í hömrum fjalls þessa (o: Dalfjalls) er hilla nefnd Halldórsskora, litlu grasi en mikiili Baldursbrá vaxinn. í ofanferð þangað niður í tóna tjáist mjög so voðalegt og tæpt um að tebla, hvörsvegna hinn mannvænlegasti piltur, sem þangað vildi komast enn fór lítið afvega, hrapaði ofann fyrir, samastaðar geysiháu hamra, í minni tíð hér þatin 11. October árið 1833«. — Nú má ganga að þvi vísu að þeirra af nöfnum þrælanna, er Landbn. greinir, hafi einmitt þess vegna verið getið, að sömu nöfn voru til í örnefnum á Heimaey; má því óhætt ætla að þar hafi verið örnefni kend við Skjaldbjörn, Geirröð og Drafditt, Dufþak og Halldór, — hverir sem þeir annars hafa verið og hvort heldur þau munnmæli hafa verið rétt eða eigi, að þeir hafi verið meðal þræla þeirra er þeir Ingólfur drápu. Nafnið Hall- dór er svo algengt að ekki er víst um að örnefnið Halldórsskor sé svo fornt sem vera ætti, ef sögnin í Lnb. ætti að hafa stuðst við það; en séu til á Heimaey örnefni kend við Skjaldbjörn, Geirröð eða Ðrafditt, má reiða sig á, að þau séu að minsta kosti eins gömul og sögn Lnb um þrælaheitin. Að nokkrar af úteyjunum dragi nöfn sín af þrælunum, kemur ekki til nokkurra mála. 3. Landnám. Sturla lögmaður Þórðarson virðist hafa haft allglöggar sagnir úr Vestmannaeyjum, er hann reit frásögnina um þræladrápið þar í Landnámabók sína. Má því ætla að sögusögn hans um landnám þar í eyjunum sé ekki á slæmum heimildum bygð, en hún er svona:1) »0»mr anaudgi son Bardar Barekss(onar) brodir Hallgrims Svidbalka bygdi fyst VestmaNeyiar eN adr var þar veidistaud ok nitil vetroeta edr engi. hans d(ottir) var Halldora er atti Eilifr Vala- brandsson«. Hvergi gerir Sturla lögmaður frekar grein fyrir Ormi, né heldur þessum ættingjum hans, eða tengdasyni, en faðir Eilífs þessa mun vera Val(l)a-Brandr sá, er Sturla getur í 344. og 379. kap. sem sonar Ásdísar (Áldísar) dóttur Ófeigs gi’ettis, Einarssonar, öl- visson barnakarls. Kona Valla-Brands, og líklega móðir Eilífs, þótt þess muni hvergi getið, var Þuríðr dóttir Ásnýjar Flosadóttur, Þor- bjarnarsonar hins gaulverska, sem Sturla greinir í 359. kap. Maður Ásnýjar, og líklega faðir Þuríðar, er í 315. kap. Land- ’) Kap. 351, Landnámabók I—III, bls. 220.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.