Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 21
23 námabókar Hauks lögmanns Erlendssonar1) nefndur Þorgeirr. Frá þeim Valla-Brandi og Þuríði eru stórmenni mikil komin. Sturla lögm. segir (í 359. kap.), að son Valla-Brands hafi verið Flosi, faðir Kolbeins föður Guðrúnar, er Sæmundur prestur hinn fróði átti, en af þeim voru komnir Oddaverjar, mesta höfðingjaætt landsins. — I 362. kap. segir Sturla lögm. að Vallverjar séu komnir frá þeim syni Áskels i Húsagarði (Orms [eða Gríms?] sonar auðga, Ulfssonar hvassa), sem fyrstur reisti bæ á Völlum, og af Landnámabók Snorra lögm. Markússonar (Melabók)2) má sjá að þessi sonur Áskels Grímssonar er enginn annar en einmitt Valla-Brandr.3) Verður því ættartalan þannig: Ulfr hinn hvassi Bárekr Ormr (eða Grímr) hinn auðgi I , I Bárðr Áskell í Húsagarði i r i Hallgrímr Ormr Valla-Brandr sviðbalki hinn ánauðgi j j Halldóra ====== Eilífr Flosi I Kolbeinn I Sæmundr prestur = Guðrún d. 1133. En Haukr lögm. segir öðruvísi frá landnámi á Vestmannaeyj- um í 302. kap. Lnb. sinnar og má ganga að því vísu samkvæmt orðum hans í 354. kap., að hann hafi breytt út frá orðum Sturlu lögm. »eptir þeiri bok annarri, er ritad hafdi Styrmir hinn frodi« og haft »þat or hvarri, sem framar greindi« Er frásögn hans þann- ig: «Heriolfr s(vn) Barðar Bareg s(vnar) broðir Hallgrims sviðbalka bygði fyst Vestmanna eyiar ok bio i Heriolfs dal fyri innan Ægis dyrr þar sem nv er hravn brvnnit hans s(vn) var Ormr avðgi er bio a Orms stoðvm við Hamar niðri þar sem nv er blasit allt ok atti ein allar eyiarnar. Þær liggia fyri Eyia sandi en aðr var þar veiðistoð ok engra manna vetr seta. Ormr atti Þorgerði d(ott- vr) Oðz kalld mvnz. Þeira d(ottir) Halldora er atti Eilifr Valla- Branz s(vn)«.4) ‘) Landnb. I—III, bls. 112. *) Lnb. I-Hl, bls. 258. 8) Sbr. Safn III. bls. 546. 4) Lnb. I—UI, bls. 105.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.