Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 25
27 fell og hraunið.1) Aleit hann að þrjú, eða að minsta kosti tvö, sjáan- leg hraunflóð hefðu runnið yflr eyna hvort eftir annað. Þorvaldur Thoroddsen finnur ekkert athugavert við frásögn Lnb. um hraunið, telur hana einmitt i Lýs. ísl. II. b., 141. bls.a) sem bendingu um gos úr Helgafelli snemma á landnámstið. •) — Brynjúlfi hefir virst gamall gróður i hrauninu, en það sagði mér Sigurður hreppstjóri Sigurflnnsson og fleiri , að þessi gróður, sem nú væri i hrauninu, hefði mestmegnis myndast nú á síðasta mannsaldri. Gat eg vel skilið það er eg athugaði hið tiltölega mikla uppblásturssvæði sunn- an og austan undir Hánni, »Rofin« eða »Sandskörðin«, er Sigurður getur um hér að framan, og vikið skal að síðar; sá uppblástur hef- ir nefnilega átt sér stað eða ágerst stórum á síðustu áratugum, unz hann nú á allra síðustu árum er aftur farinn að stöðvast, þar eð víða er orðið örfoka. Mikið af jarðveginum úr Sandskörðunum hef- ir fokið út í hraunið og valdið þessari snögglegu breytingu á þvi. Sömuleiðis segir síra Brynjólfur 1873: »Jafnvel á þessari öld hefir aukist gróður í hrauninu«. Mest sér þó mun á því síðan 1873. En nú má segja að hraunið hafi ekki runnið inn í Herjólfsdal og bæ þar ekki þurft að saka. Þá má svara að um langan aldur mun hafa þótt óbyggilegt þar í dalnum eptir að hraunflóðið hafði lokað honum og sennilega eyðilagt þar allan gróður. — Þessi »dalur« er nefnilega ekki annað en smá-kriki eða hvammur eins og sagt er í sóknarlýsingum prestanna. — Brynjúlfur frá Minna-Núpi nefnir hann hvylft. Næsta ólíklegt er það að Herjólfr hafi bygt bæ sinn við fjall- ið undir Blátindi; þar mátti einmitt búast við skriðum ofan. En fjós hafa að líkindum verið þar einhvers staðar nálægt Fjósakletti og kann það örnefni vel að vera frá tíð Herjólfs. En hvar var þá bær Herjólfs í dalnum? Hann heflr þó senni- lega verið bygður eins og flestir aðrir íslenzkir bæir fyr og síðar, úr grjóti og torfi, og ættu því leifar hans að sjást. Sigurður hreppstjóri hafði tekið eftir því, að utantil í dalnum voru einkennileg vegsummerki, og virtist vera þar aðflutt grjót, er *) Utn Jónas og þessar rannsóknir hans farast sira Jóni Austmann svo orð á bls. 11 i sóknarlýsingu hans: „Sá gafadi halærdi setti og ydjusami Natturuskodari Hr. Jónas Hallgrimsson, sem mér til ánægju ferdadist hér um Eyna á Sumartima með naqvæmri athugasemd á tjedum hlutum (þ. e. jardarlagi, steinategundum o. s. frv.), fyrir skömmu sídann, hefnr vissulega gefid hérum fullkomna avisan“. 8) Sbr. einnigi grein hans um Vestmannaeyjar i Salmonsens Konyersations- leksikon. 8) Sjá ennfr. Kr. Kál. Isl. Beskr. I. 281. 4*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.