Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Qupperneq 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Qupperneq 27
29 unum á lýsingu síra Jóns, segir um Kaplagjótu dálítið annað og meira en hann: »Nú kjemur lángt og örmjótt sjáfarvik, með hömr- um að sjer á báðar síður og liggur til landnorðurs fast inn með sunnanverðu Dalfjalli, enn í fornöld hjet það »Ægisdyr«; það er raunar ekki annað en afardjúp og breið gjá sem siórinn fellur inní og er þar sífeldur niður og brimsúgur og aldrei skipgeingt, hvað gott sem i sióinn er«. Og á sömu skoðun er sira Brynjóifur: »Ægis- dyr mun vera það, er nú kallast Kaplagjót1), en það er örmjótt sjávarlón, er eins og gljúfur skerst inn neðan undir Dalfjalli frá út- suðri til landnorðurs í þá átt, sem veit að IIerjólfsdal«.2) Sigurður hreppstjóri er á alt annari skoðun hér að framan, og segir fleiri á sömu skoðun ; þykir Kaplagjóta of lítilfjörleg til að kallast Ægisdyr, en Leiðin, sem nú kallast, eða sundið milli Hörg- eyrar og Hafnareyrar samboðið nafninu. Eg fyrir mitt leyti get ekki fallist á þessa skoðun, þótt Sig- urður styðji hana með snild. Mér finst það of ónákvæmt og enda óeðlilegt að taka svo til orða eins og gert er i Lnb. i þessu sam- bandi, ef Ægisdyr hafa verið að austanverðu við eyna eða þar í nánd. Þótt sagt sé í kauptúninu þeim megin á eynni, að farið sé þaðan »inn í« Herjólfsdal, þá sannar það ekkert í þessu sambandi, því að svo segja menn allstaðar á Heimaey, og kemur það til af því, að dalurinn er fjöllum luktur bás. — Mér virðist ekki allsendis óeðlilegt að menn kunni að segja, að Herjólfsdalur sé fyrir innan kauptúnið, því að það er mælt mál, að kalla þá staði á eyjum inni á þeim, sem nokkuð eru fjarlægir ströndunum, og segja að þeir séu fyrir innan strendurnar, einkum þegar þeir «innri« eru jafnhátt þeim »ytri« frá yfirborði sjávar; — séu þeir innri miklu hærri, en þeir sem eru við ströndina, munu menn segja almennt, að þeir séu þá fyrir ofan hina síðari, og menn tala um að ganga upp á ey eða uppeftir, ef svo hagar til. Mér virðist heldur ekki óeðlilegt að miða kauptúnið og svæðið umhverfis, t. d. að Stóraklifi og Hánni, við Leiðina og segja að það sé fyrir innan hana, en þótt Herjólfs- dalur, sem er skamt frá sjó, hins vegar á eynni, kunni að geta kallast fyrir innan þetta svæði, virðist mér samt óeðlilegt að miða hann líka þannig við Leiðina, að segja að hann sé fyrir innan hana. Væri það eðlilegt, þá væri jafn-eðlilegt að kalla svo margt og mik- ið annað á Heimaey »fyrir innan« Leiðina, að orðatiltæki Lnb. yrðu *) Þannig, en ekki Kaplagrjót, eins og prentað er í Lýs. ísl. II. b , bls. 141. a) Sbr. ennfr' Isl. Beskr. I. bls. 280. — Nú mnn venjulegra að segja „gjóta“ en „gjót“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.