Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 32
aðihonum, aðenginn þeirra hafði skjöld, því þeir, sem höfðu skjöld, köst- uðu þeim,erþeir hrukku undan í skoruna; eptir þetta fer Þorgeir upp, og leitaþeir núfjelagasinna, oghafa þeirþá drepið 5 af þeim. En er þeirÞor- geir komu til, leita hinir undan, en bráðlega fjellu þeir allir. Eptir stórvirki þetta fara þeir bræður heim, og segja tiðindi, sem orðin voru. Faðir þeirra ljet vel yfir, úr þvi sem ráða var. Ut af vígum þessum urðu deilur allmiklar, en ekki vígaferli, svo getið sje«. Sögn þessi kemur að öllu leyti heim við orð Kára, og verður ekki á henni séð, hvort hún er síðari tíma tilbúningur út af þeim, með ýmsum útfyllingum, eða samin jafnframt eftir öðrum heimild- um; hún er vel og skipulega sögð og í engu ósennilegri en orð Kára, verður ekki rengd fremur en þau, hvað sem menn annars kunna að segja um Holta-Þóris-sögu sem heild. Atburður þessi hefir sennilega orðið á síðasta tug 10. aldar, eða um það bil. Álíta mætti helzt, að hann hefði gerst í Vestmannaeyjum, enda þótt orð Kára í Njáls-sögu væru eina frásögnin. I frásögninni í Holta-Þóris- sögu er tekið fram, að þessi bardagi yrði »vestar á Eyjum«, þ. e. vestantil á Heimaey, og er þá nær sjálfsagt að hann hefir verið á Dalfjalli eða þar nærri. Átti eg tal um þetta við Gfísla Lárusson gullsmið, er áður var nefndur; er hann maður fróður mjög um sögu Eyjanna fyr og síðar, þekkir þar hvern krók og kima, örnefni öll og atburði þá, er sögur fara af. Hann hafði fyrir mörgum árum síðan, er hann var heill heilsu — en nú er hann bilaður — athug- að grandgæfilega alla þá staði og þær skorur í sjó niður, er sagan gæti átt við, og kvað hann vera þar að eins eina skoru, er um gæti verið að ræða, en hún kæmi líka öldungis heim við orð sög- unnar. Sagði hann mér svo frá: Vestan í Dalfjalli er brekka, er nefnist Sauðatorfa, sunnanvert við Stafnsnes og gegnt því; hamrar eru fyrir ofan hana og neðan, en 2 gil liggja niður í hana, sem ganga má laus niður um. Syðst úr Sauðatorfu er niðurganga, fjórir faðmar á hæð, niður í skorumyndaða kvos, sem er niður við sjóinn, og er þar undirlendi lítið rétt ofan við flæðarmál, um 5—6 faðmar að þvermáli. Á þessu undirlendi er venjulega lítið sjólón og sjávar- slý. Niðurgöngu þessa getur góður fjallamaður farið laus upp og ofan, en venjulega er haldið i band. Er bergið stuðlaberg og berg- höld því góð á þessum eina stað. Myndast hér skora í fjallið nær því ofan frá brún og niður að sjó, sunnan við torfuna. — Af undir- lendinu neðst í skorunni verður ekki komist nema beint i sjóinn, eða á smánef, sem myndar hana að vestan, en það verður ekki komist bandlaust. Fyrir þann sem kynni að vilja leita skorunnar og ganga upp á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.