Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 33
35 Dalfjall, gaf Gísli mér ennfremur þessa leiðsögn: Sé gengið upp á fjallið vestantil af eynni, er farið upp svo nefndar Hæltær, gildrög, sem liggja upp af Kaplagjótu; kemur maður fyrst upp á brekku- brún, á kvosmyndaðri brekku, er nefnist Hvíld, sunnan í Dalfjalli. Sé gengið vestur á fjallið, er farið vesturyflr þessa brekku efst og svo norður á við með brún, eftir hömrum norður með fjallinu og niður brekku, sem liggur að gili því er gengt er um niður í Sauða- torfu. Staður þessi virðist mér koma svo vel heim við söguna eftir lýsingu Gísla, sem er maður glöggur og áreiðanlegur, að hann styð- ur mjög trúverðugleik hennar. Engar líkur virðast vera til þess að frásögnin um skoruna sé gerð á síðari tímum af manni, sem beinlinis hafi haft þessa skoru fyrir augum, er hann reit frásögnina. 5. Clemens-kirkja. Kirkjusmíð þeirra Gissurar hvíta Teitssonar og Hjalta Skeggja- sonar er næsti viðburður í sögu eyjanna, er getið skal nánar. Fyrir frásögu þess atburðar eru hinar ágætustu heimildir. Svo segir Ari prestur hinn fróði Þorgilsson í íslendingabók sinni, 7. kap.1) »En et næsta sumar epter fóro þeir (Gizorr oc Hiallti) austan (frá Norvegi) oc prestr sá, es Þormóþr hét, oc quómo þá í Vestmanna-ayiar, es .x. vicor váro af sumri, oc hafþi alt farizc vel at. suá quaþ Teitr þann segia, es siálfr vas þar. en þeir fóro þegar inn til meginlanz, oc síþan til alþingis«. Síðan segir Ari frá för þeirra Gissurar og Hjalta til alþingis og kristnitökunni, og í lok kapitulans segir hann hvenær þetta var: »Þenna atburþ sagþi Teitr (son Isleifs byscops) oss, at þvi es cristni com á Island . . . . Þat vas .cxxx. vetra epter dráp Eadmundar (ens helga Engla con- ungs) en .m. epter burþ Cristz at alþýþo tali«. Frá þessum atburði segir gjör í Kristnisögu, 11. kap.8), sem samin mun af öðrumhvorum þeirra frænda, Katli ábóta Hermundar- syni á Helgafelli (d. 1220), eða Styrmi príor hinum fróða Kárasyni í Viðey (d. 1245); sbr. og sögu Ólafs kon. Tryggvasonar hina miklu, 128. kap.8) Segir svo í Kristnisögu: »Um várit bjoggu þeir Hjalti ok Gizurr skip sitt til íslands.. Gizurr ok Hjalti komu þann dag fyrir Durhólmaós, er Brennu-Flosi reið um Arnarstakksheiði til al- þingis.---------Þeir tóku þann sama dag Vestmannaeyjar, ok lögðu ‘) Útg. Finns próf. Jónssonar, Khöfn, 1887, bls. 10—12. ») Bisk.s., I. b., Khöfn, 1858, bls. 20. ») Fornm.s., II. b., Khöfn, 1826, bls. 233-34.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.