Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Qupperneq 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Qupperneq 35
37 Brynjúlfur frá Minnanúpi (í Árb. ’07, bls. 9—11) og nú Sigurður hreppstjóri. Brynjúlfur álítur að hún hafl »staðið suður og vestur frá Heimaklettsnefinu, þar sem nú heitir Litla-Langa« (bls. 11), en Litla-Langa segir hann að sé sandvik fyrir vestan suðvesturnef Heimakletts (bls. 4). Sigurður segir líklegt »að kirkjan hafi verið bygð vestan við Kleifnaberg og Litlu-Löngu« Brynjúlfur segir að það taki af »allan vafa, að Aagaard sýslumaður lét grafa í Litlu- Löngu, og fann þar mannabein og jafnvel fleira, sem benti á graf- reit kristinna manna«. Líka sönnun færir Sigurður á sitt mál, segir að mannabein, sem bendi á grafreit, hafi komið upp við gröft »undir Litlu-Löngu«, » í krikanum norðvestan víð Kleifnabergið«. Það virðist ljóst að báðir eiga þeir við sama staðinn. enda kann Sigurð- ur einmitt að hafa bent Brynjúlfi á þennan stað (sbr. Árb. ’07, bls. 3). Það, sem Brynjúlfur nefnir suðvesturnef Heimakletts, mun vera Kleifnabergið svonefnt, en sandvik það, sem hann nefnir Litlu-Löngu, er krikinn, sem Sigurður talar um, norðvestan við Kleifnabergið. Sandvikið sjálft virðist nefnilega ekki heita Litla-Langa. og Löng- urnar ekki vera sandvik, samkvæmt orðunum »undir Löngu« í rit- gerð Sigurðar. Síra Jón Austmann segir: »Korðanmegin við skipa- leguna, vestanhalt við Klemuseyri kallast Lánga — sem er mjó grasivaxinn torfa frammeð heimakletti að sunnan, og er þar á stund- um haft fje um tíma, sem flytjast á í uteyjar;---------— hér undir Laungu.— norðannmeginn vogsins, skipalegunnar — var kyrkja allra- fyrst reist á Vestmanneyum, af Gissuri Hvíta og Hjalta Skeggja- syni«. Síra Jón talar þannig ekki um tvær Löngur, og skýrir ljós- lega hvar og hvað Langa er. Hann mun hafa átt við Stóru-Löngu. Síra Brynjólfur segir að Langa sé »hamar einn i sunnanverðum Heimakletti« og er því nokkuð á öðru máli um það en nafni hans. — En allir munu þessir fjórir eiga við sama staðinn hér um bil, sem þeir ætla að kirkjan hafi staðið á, — eða vera því sem næst á sama máli, og síra Brynjólfur nefnir einnig fundin mannabein á þessum stað þessu til stuðnings. Hann er og á líkri skoðun um breytingu landslagsins fyrir norðan voginn eins og þeir nafni hans og Sigurður, og eru ummæli hans þessi: »Það ætla menn, að lands- lag hafi nokkuð breyzt hér frá landnámstíð, svo sem að því leyti, að sumstaðar er nú orðið bert og uppblásið, það er áður var grasi- vaxið, en aptur hefur jafnvel á þessari öld aukist gróður í hrauninu. Mesta breytingin er þó án efa fólgin í því, hvað höfnin hér eða skipalegan er orðin allt önnur en í fyrri daga. í Kristnisögu segir svo um kirkjubyggingu hér á eyjum: »aður kirkjan var reist, var lutað um, hvárum megin vágsins standa skyldi, og hlautzt fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.