Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 37
bæjar-kirkju, þeim sem talin er frá 1269x) er bersýnilegt, að þá
hefir kirkjan fyrir norðan voginn ekki verið graftarkirkja; það virð-
ist nefnilega vafalaust að Clemens-kirkja sú, sem nefnd er í mál-
daga þessum, hefir einmitt verið kirkjan fyrir norðan voginn. Mál-
dagi þessi er mjög merkilegur fyrir kirknasögu eyjanna, er síðar
skal ritað nokkuð um. Hér í þessu sambandi skal einungis bent á
það, að hann nefnir 3 kirkjur í Vestmannaeyjum: Nikuláss-kirkju á
Kirkjubæ, Péturs-kirkja »firi ofan leiti« og Clemens-kirkju, og
endar máldaginn á þessum orðum: »Þadan (þ. e. frá Nikuláss-
kirkju í Kirkjubæ, sem var önnur aðalkirkjan og þar sem vera
skyldi »heimiles prestur«) skal syngia at helminge til clemens kirkiv.
kirkiv dag skal skyllt huorrar tueggiv graftarkirkiv ollvm monnvm
j vestmanna eyium ad hallda: og suo clemens kirkiv dag eptir þui
sem þar er maldagi til«.
Þessi máldagi Clemens- kirkju, sem vitnað er í, er nú
ekki til.
Ekki segir í máldaganum hvar Clemens- kirkja sé í eyjunum, en svo
sem áður ersagt, virðist það þó vafalaust að hún hafi verið fyrir norðan
voginn á þeim stað er þeir Gissur og Hjalti reistu hina fyrstu kirkju í
eyjunum árið 1000. Auk þess að það er áreiðanlegt að sú kirkja
var bygð þar árið 1000 og það af J>ví líklegt að átt sé við kirkju
þar er talað er um Clemens- kirkju sem hina 3. kirkju á eyjun-
um árið 1269, er hitt einnig áreiðanlegt, eins og sjá má af tilgreind-
um ummælum prestanna síra Jóns og sira Brynjólfs4) að eyrin sú
fyrir norðan vogitín, sem nú er nefnd Hörg(a)eyri, hefir til skamms tima
verið nefnd Clemens-eyri, en alls ekki Hörgaeyri, og það einnig
af því líklegt að þessi Clemens-kirkja á eyjunum 1269 hafi staðið
þar nálægt og eyrin verið kend við kirkjudýrlinginn.
Eins mun því ástatt um þetta og bæjarnafnið Marteinstungu
í Holtum; bær sa hét fyrrum Sóttartunga, en var síðan nefndur
Marteinstunga, af því að þar var kirkja, helguð hinum heilaga Mar-
teini biskupi.8) — Sögn Sigurðar, að Klemenseyri sé af sumum
(enn í dag) nefnd svo, eftir konungsverzlunarkaupmanni með því
nafni, er nógu skrítin; hún sýnir það, að þetta nafn á eyr-
inni er þó ekki með öllu mönnum úr minni liðið, enda mætti það
merkilegt heita, ef svo væri, einum 40 árum eftir að síra Brynj-
‘) ísl. fornbréfasafn II., bls. 66.
*) Sbr. og Isl. Beskr. I., bls. 279.
’) Sbr. ísl. fornbrs. III. b., bls. 218; IV. b., bls. 62; VII. b. bls. 636 og 788;
ennfr. Árb. ’98, 25—26.