Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 40
42 hið mesta göfugmenni«, og sonur hans Jón, ungur maður, messu- djákn þó orðinn að vígslu, albróðir Hallveigar, konu Björns Þor- valdssonar Gissurarsonar og síðar Snorra Sturlusonar. Tvo menn aðra, er með Ormi voru, drápu norðmenn þá og »eptir þetta letv Avstmenn engi skip ganga or eyionvm, adr þeir sigldv aa haf«. Stendur þessi atburður í nánu sambandi við aðra mikla undan og eftir, sem lesa má í Sturlunga sögu — Og sömuleiðis um veru Lopts biskupssonar (sonar Páls biskups bróður. Orms), sem um var kveðið þetta: »Loptur er í eyiom, bítur lunda bein«.1) Oft er getið sjóferða til eyja og þaðan, og þar um slóðir hefir mörgum hlekkst á fyr og síðar eins og Sigurður hreppstjóri minnist. á í upphafi máls síns. Skal hér minnst á 4 skipskaða er orðið hafa hjá eyjunum fyrir lok 16. aidar. Hinn fyrsti þeirra varð á Ceciliu- messu (22 nóv.) 1228; týndist skipið, en af komust 18 menn.2 *) Annar varð 1360.8) Skip það var norskt kaupskip, lítið, er átti Gunnar straumr; ætlaði það til Noregs og fjöldi manns með því, þar á með- al Gyrðr biskup og Andrés hirðstjóri Gíslason úr Mörk, en er það var komið skamt frá landi austur undan Vestmannaeyjum, sökk það niður með öllu góssi, en menn allir hlupu í bát; »tók báturinn 40 manna með jarteign ens heilaga Þorláks,4) sá er ei var vanr að bera meirr en halfan þriðja tug manna. Kistu heila rak upp á Eyrum er i var brent silfr Skálholts kirkju ok pontificalia byskupsins«. — Næsta sumar ætlaði Gyrðr biskup aftur til Noregs með Olafssúð- inni, er var svo stórt skip, að varla hafði komið annað stærra til Islands áður; voru nær 90 manna á skipinu, þar á meðal Helgi ábóti í Björgvin og 5 sæmilegir prestar, og Gyrðr biskup, en til þess skips spurðist aldrei framar. Árið 1413 varð 3. skipskaðinn við Vestmannaeyjar, segir svo frá þeim atburði í Lögmannsannál5): »Reru menn af fiski j Vest- manneyium, xii menn á skipe, vpp a þat sker, er Dreingir heita, j logni uedurs; braut skipit j spon, enn ix menn drucknudv. Þrir komust lifs a land med storum iarteignum«. Hinn 4., sem hér skal minst, er nefndur í Biskupa-annálum síra Jóns Egilssonar6 *): »Anno 1570 misti lögmaðurinn Páll heitinn ‘) Sturl.s. I., bls. 347—8. *) Bisk.s. I., 548. s) Eða 1359; Safu II, 621. Isl. Ann., Chria ’88, bls. 277—78, 358, 407. 4) fJm aðrar jarteiknir Þorláks biskups í eyjum og i sambandi við þser, sjá Bisk.s. I., 307—9 og 321. Um jarteikn Guðmundar biskups og flyðruveiði við Vest- mannaeyjar, sjá Bisk.s. II., bls. 179—80. 8) Isl. Ann. 290—91. e) Safn til sögu ísl. I., 110.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.