Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 46
48 léni; Hannes mun hafa verið sem áður umboðsmaður konungs eða fógeti (officialis regis eins og hann kallar sig í kæruskjalinu), en Balthazar van Damme hinn eginlegi hirðstjóri, svo sem hann nefn- ist í alþingisdómi 1423 og vitnisburðarbréfi 1424.1) Þetta sumar, 1422, segir Hannes að tveir Englendingar, er hann nefnir, hafi ráðist með ofbeldi á kongsgarðinn á Bessastöðum, sært þjón hans þar, er hann og nefnir, með hnífum í kirkjugarðinum og saurgað þar með kirkjuna, en spilt konungsgarði með árás sinni og ofbeldi. bama sumar, máski áður en þessir atburðir gjörðust á Bessastöðum. virðist Hannes hafa siglt aftur, því að næsta sumar kveðst hann nykominn frá Noregi til Islands með bréfum konungs, hafa sent mann á fund Englendinga, er þá hafi og verið nýkomnir til lands, og stefnt þeim til l'undar við sig á Esjubergi. Á þennan fund komu nokkrir Englendingar og sýndi Hannes þeim þar konungs- bréfin. en þeir kváðust hafa úti á skipum síuum bréf frá Englands- konungi til umboðsmanna danakonungs á íslandi. Ákvað Hannes þá dag er þeir skyldu sýna honum bréf þessi, líklega í Hafnarfirði, en er sá dagur kom sóttu þeir hann heim þrír á Bessastöðum, fyrir allra hinna hönd, og sögðu að sá þeirra. er bréfið varðveitti, vildi ekki sýna það Trúði Hannes þessu. og þareð hinir létu vingjarn- lega og friðsamlega, bauð hann þeim til miðdegisverðar með sér. En er setið var undir borðum laumaðist einn af englend ngunum burtu og kallaði til félaga sina, er sátu um 50 saman, vopnaðir með handbogum, í launsátri skamt undan (líklega í Gnrðahrauni) ; komst Hannes þó með naumindum undan á hesti. — Sama sumarið, 1423, segir Hannes að Englendingar hafi gjöreytt Ólafsfjörð og Hrísey, rænt og síðan brent upp kirkjuna þar og á Húsavik, sömul. rænt kirkjuna í Grímsey, og á fjöldamörgum öðrum stöðum hafi þeir rænt og stolið skepnum. Einnig hafi þeir rænt og svikið út börn og unglinga, haft þá með sér í haldi og síðan í ánauð eða selt þá man- sali. — Næsta ár, 1424, segir Hannes að Englendingar, er hann nafngreinir, — og er einn þeirra einn af þeim, er heunsóktu hann á Bessastöðum sumarið áður —- hafi með félögum sínum farið til Bessastaða aftur og tekið þar höndum ráðsmanninn, Albert að nafni, fært hann í bönd og leitt til skipa sinna, og annan af mönnum kon- ungs, Peter Jonsson að nafni; hafi þeir sært þá í kirkjugarðinum og kirkjunni meir en 20 sárum með örvum og öxum, haft á burtu alla gripi kirkjunnar og rænt öllum fiski, er þeir fengu þar náð, sem og öðrum eignum konungs manna, yfir 100 marka virði. ‘) Skjölin prentuð í Isl. fornbrs. IV., bls. 310—11 og 317—19.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.