Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 49
51 umboðsmönnum konungsins hefir farist í viðureign þeirra við þessa ensku fanta. Englendingarnir fóru með þá til Englands og hafa sennilega ekki slept þeim án ríflegs lausnargjalds. Þar skrifaði svo herra Hannes þetta kæruskjal sitt til ríkisráðsins enska fyrir þeirra beggja hönd. Mun það ekki hafa orðið til annars, en að verzlunin við ís- land var forboðin einu sinni enn, — til málamynda. Lögmannsannáll getur eðlilega um þennan mikla atburð í Vest- mannaeyjum 1425, en þarf að segja frá öðrum fyrst, sem sýnilega hefir þótt miklu markverðari um land alt; höfundurinn kemst svo að orði:1) »Saurgat klaustrid a Helga felli oc suo kirkian med. fyrst brotid klavstrid þar næst kirkian sidan spillt med öfundar blodi. skotinn madur j hel j sialfvm kirkiu gardinum. giordv þat sveinar herra Hannis Pals sonar. Þotti þat mikel hormungar tid- ende at fretta. var kirkian sidan saung laus vm næstv fiog(ur) aar sidan oe nockru betur.« — Þetta voru ekki englendingar og þetta þurfti síra Hannes því ekki að nefna í kæruskjalinu. — Síðan get- ur höfundurinn næsta viðburðar, sem ekki fellur honum eins þungt: »Voru þeir fangadir j Vestmanna eyium Balthasar herra Hannis oc voru fluttir til Einglandz. hormudv þat fair«. Það er bersýnilegt að þessi verzlun englendinga hér við land hefir ekki verið landsmönnum sjálfum yfirleitt mjög þvert um geð. Þeir sem hart hafa orðið úti fyrir óaldarmönnunum, þeim hefir svið- ið sárt eigin skaði auðvitað, en landslýður hefir grátið þurrum tár- um dráp og barsmíðar þær, er danir hér urðu fyrir af hinum út- lendingunum, englendingunum, ekki sízt þar sem framferði dana var svo sem það var á Helgafelli og erindi þeirra hingað til lands ekk- ert annað en þröngva kosti landsmanna. Af öllu því fé, er konung- ur hafði af landinu, varði hann ekki einum skildingi landsmönnum til hagsmuna, til varnar gegn ránsmönnum eða viðhjálpar i óárum. Sjálfsagt hafa margir enskir kaupmenn, máske flestir, farið hér með friði, og verzlunarviðskiftin við þá komið landsmönnum vel. Þegar hér er komið sögunni virðist svo sem lítið vanti á að landið sé að losast úr sambandinu við Norðurlönd og komast alger- lega undir yfirráð cnglendinga. Hefði stjórnin á Englandi viljað leggja landið undir englendinga, þá hefði það víst orðið auðunninn leikur, enda þótt öll Norðurlönd stæðu einmitt um þessar mundir undir veldi konungs þess, er landið taldi sitt. Hinn danski biskup Jón Tófason dó árið áður en Hannes og ‘) Isl. ann., bls. 294. 7*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.