Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 51
53 enn gaf þeim bríef Pinings. ad þeir skylldu vera med fri. og kaups- laga hvar þeir villdu i landid. Enn er þeir komu i Grindavik. þa voru þeir þegar svikner. og kugad af þeim allt þad i skipinu var. klæde. lerept. salt. og þar epter vard skipid af Lybiku ad leysa þa út med lest öl. og lest miöl og lest smiör. so og var sagt fyrer sannende. ad iiij af Jslendskum bændum af Vestmanna Eyium föru til Pinings med þeim bodskap af Eingelskum. og eige sidur fyrer sina bæn og almugans vegna i Vestmanna Eyium ad Pining skyllde aptur leggia þad minna skipid tömt. sem hann hafde láted taka fyrer þeim á Batsendum. so þeir være þá þar epter med fri og mak vid landsfölkid. Enn fyrer þad ad þad fieckst ecke af Pining. þá reyfdu þeir allar Vestmanna Eyiar. og vidar annarstadar«. — Ekki var nú von að vel færi undir slíkri stjórn. Við friðarsamning er gerður var í Khöfn 1489, og undirritaður og kunngjörður næsta ár, var öllum þegnum englakonungs leyfð verzl- un og veiði við ísland, en gjalda skyldu þeir skipatoll þar er þeir fyrst kæmu til hafnar. Þó skyldu englendingar sækja um þetta verzlun- arleyfi til danakonungs 7. hvert ár. Sama árið, 1490, gaf danakon- ungur Hollendingum leyfi til að sigla hingað og verzla.1) Og þjóð- verjar, hanzakaupmenn, höfðu þá þegar um allmörg ár rekið hér mikla verzlun. Á alþingi 1490 kváðu lögmenn báðir með hirðstjóra upp hinn merkilega dóm um verzlun útlendinga hér við land, sem prentaður er nú í ísl. fornbrs. VI. b., bls. 702—705. Einhvern tíma á 15. öldinni þeger englendingar hafa komið til Vestmannaeyja til þess að verzia þar við landsmenn, hefir sú merki- lega kaupsetning verið samin og sögð upp af sýslumanni konungs þar á eyjunum, sem prentað er í ísl fornbrs. IV. b., bls. 276—77; sennilega er hún frá fyrri hluta aldarinnar, en hefir að líkindum verið oftar notuð en í eitt skifti, máske með verðbreytingum nokkur- um þó. Upphaf hennar er svo: »(Ek) N. N. set hier j dag al- mennilega kaupstefnu á millvm þeirra eingelskra manna sem hier eru komnir med godum fride ok riettvm kaupskap ok a millvm þeirra jslenskra manna ok eyfastra sem hier vilia sinn kaupskap giora. Set eg hier þessa kaupstefnv fyst med fride ok lagagridum huorer vid adra. suo at huer sie sialfradur sins radandi huad sem hann selur eda kauper«. Síðan kemur afarmerkileg verðskrá á hin- um helztu vörum, þeim er einglendingar verzluðu með. Og svo kemur áminning til landsmanna og einglendinga um að halda frið: »Minne eg a alla bædi almuga folk jnnan af lande ok suo hier eyia- ‘) ísl. fornbrs. VI. b., bls. 689—90,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.