Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 55
57 ef svo hefði verið. Sigurður sýndi mér hellir þann, er hann sagði vera Hundraðsmannahelli, og virtust mér engar líkur til að hundrað menn gætu falist í þeirri smugu. — Brynjúlfur minnist á að hann hafi heyrt »að maður, er Oddur hét, hefði leynst uppi á Hánni«. Sést það af frásögn síra Olafs Egilssonar1) o. fl. að maður þessi var Oddur Pétursson, og skýrði hann síra Olafi frá því, sem hann hafði tekið eftir er hann var uppi á Hánni, þegar Ólafur var heim kominn til eyja aftur;a) er gjör sagt frá Oddi þessum í Skarðsár- annál árið 1636, þá druknaði hann.8) I sambandi við þetta vil eg annars leyfa mér að taka það fram, að þetta nafn á fjallinu, Háin, (sbr. og orðatiltækið »undir Hánni«), er sýnileg afbökun úr »Háeijin« (í þáguf. Háeynni), eins og það er ritað í bók síra Gissurar og einu handritinu af ferðasögu síra Ólafs Egilssonar.4) 9. Konungseign. Bent var á það hér að framan í upphafi 6. kap., að svo standi i Hungrvöku, 14. kap.5), að Magnús biskup Einarsson í Skálholti hafi keypt til staðarins í Skálholti nær allar Vestmannaeyjar áður en hann andaðist 1148. I sambandi og samræmi við þetta mun það hafa verið, að Árni biskup Þorláksson í Skálholti gaf 31. júlí 1280 Mikaels-klaustri í Björgvin Mkulásar-kirkju í Kirkjubæ á Vestmanna- eyjum, er hann segir setta með ráði Jóns (líkl. þáverandi) erkibisk- ups í Niðarósi (1267—82)6). Nú er til máldagi Nikulásar-kirkju í Kirkjubæ, svo sem fyr var frá sagt, og er hann talinn vera frá 1269; er þar svo fyrir mælt að þangað liggi til prestskaups fiskití- undir hálfar og svo annar veiðiskapur, sem þar er tíundaður, og þangað liggi sömuleiðis kirkjutíundir allar að helmingi, en helming- ur til Péturs-kirkju þeirrar, er »Jyrir ofan leiti« er. Lítur svo út sem hér sé hinn fyrati máldagi þessarar kirku, og víst er að kirkj- an hefir verið sett í tíð Jóns erkibiskups rauða, og þá ekki fyr en 1268, því það sumar var erkibiskupskosning hans samþykt af páfa.7) Ekki er þess getið í gjafabréfi Árna biskups, að hann hafi gefið Mikaels-klaustri í Björgvin neitt annað á Vestmannaeyjum en Niku- ‘) T7rkjaráni&, bls. 94 og 142. *) S. st., bls. 132 og 200. *) Tyrkjaránið, bls. 340; sbr. og 348. *) Tyrkjaránið, bls. 94. 8) Bisks. I, 77. •) ísl. fornbrs. II, bls. 191—92. ’) ísl. fornbrs. II, bls. 21. 8

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.