Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 56
58 lásar-kirkju í Kirkjubæ, og í nýnefndum máldaga þeirrar kirkju, — sem mun hafa verið óbreyttur að mestu er Arni biskup gaf kirkj- una klaustrinu —, er bert tekið fram hvað kirkjan á, auk búnings, skrúða og annara áhalda (ornamenta & instrumenta), og er það þetta: »land á Bilustodum, kv oc ær vj«, —■ ekki meira. — Bilu- staðir eru nú ekki lengur til og enginn gat sagt mér á Vestmanna- eyjum hvar sá bær mundi verið hafa. Til er bæjatal á Vestmanna- eyjum frá árinu 1507 x) og eru Bilustaðir ekki nefndir í því, enda sýna orð máldagans, »land á Bilustodum«, að þar hefir ekki verið bær þá. Til er annar máldagi sömu kirkju frá því um 15002 *) og er þar sagt: »Kirkian a land þar j eyiunum er heiter ad Bilustod- um«, sem bendir enn ljósar á hið sama, að hér er um land að ræða, en ekki bygða jörð, bæ8); meira land er kirkjan ekki talin að eiga. Sigurður hreppstjóri sagði mér að »Bíluklettar« væru nefndir sem mið á Vestmannaeyjum og myndu eftir því vera vestur í hraun- inu einhversstaðar; þar væru og sagðar að vera Bílutættur ein- hversstaðar. En síra Brynjólfur segir í sóknarlýsingu sinni á bls. 62: »í Kirkjubæjartúni eru til tóptarbrot, nefnd Býlutættur«. Þetta mun réttara um Bílutættur, og þyki mér sennilegast að land það að Bílustöðum, sem Kirkjubæjarkirkja átti, hafi verið einhver blettur þar nálægt Kirkjubæ. En það sem hér skiftir mestu er það, að þegar Arni biskup hefir gefið munklífinu í Björgvin Kirkjubæjar-kirkju, þá hefir hann ekki gefið því þar með annað land á Vestmannaeyjum, af því er Skálholts-staður átti þar, en þetta land að Bílustöðum. — Og um 1500 á Kirkjubæjar-kirkja ekki annað land þar. Kemur það vel heim við tekjur þær er munklífið telur sér af Vestmannaeyjum 1463: «j stykke klœdhe«4). Fæ eg því ekki séð, að það geti staðist, sem Jón Sigurðsson hefir látið í ljós í ísl. fornbrs. I. b., bls. 484, að Árni biskup hafi gefið Vestmannaeyjar Mikjáls-klaustri í Björgvin og að þær hafi siðan verið »eign klaustursins, þartil þær voru teknar undir konungs vald með öðrum eignum eptir siðaskiptin«. Enda kemur það ekki heim við annað sem skal til tínt. í kæruskjali því yfir framferði Englendinga á íslandi, einkum í Vestmannaeyjum, sem herra Hannes Pálsson sendi ríkisráðinu á Englandi 1425 og var hér getið að framan5 6), segir hann að Vest- ‘) ísl. fornbrs. VII., bls. 179—80. ’) ísl. fornbrs. VII. b, bls. 42—43. 8) Sbr. ennfr. kgl. tilskipnn 25. marts 1778. 4) ísl. fornbrs. VIII. b., bls. 59. 6) ísl. fornbrs. IV., 324-34. ,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.