Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 58
60 var frá sagt'J. í skrá þessari frá 1507 eru taldar allar jarðir í Vestmannaeyjum nema Olafshús, Nýibær og Stakkagerði, er annað- hvort hafa þá ekki til verið, eða verið einstakra manna eign. — Má í sambandi við það minna á, að sagt er í Hungrvöku að Magnús biskup hafi heypt nœr allar Vestmannaeyjar, og ekki allar, og að Odda-kirkja og Þykkvabæjar-klaustur virðast einhver ítök hafa átt í Vestmannaeyjum; telur kirkjan sér 1270 »firi ofan leiti« hundrað fiska og saltbelgi 4,s) en klaustrið 1340 sextigi skreiðar8). Þar sem því telja má víst að Vestmannaeyjar hafi verið kon- ungs eign að mestu eða öllu leyti á 15. öld og síðan, má það furðanlegt heita, að sagt er í svo gömlu skrifi sem ritgjörðinni frá 1593 (í 236 4to í Árnasafni), um Skálholts biskupa fyrir og eftir siðaskiftinl * * 4 *), að Vestmannaeyjar hafi legið þá til Skálholts, er Stefán biskup Jónsson andaðist (1518) og langt fram yfir það6). Hvenær Vestmannaeyjar hafi komist undir konung, undan Skál- holts-stól, — eða á hvern hátt, um það er mér allsendis ókunnugt að svo stöddu; ætla eg að það hafi orðið einhvern tíma á tímabil- inu frá því Jón biskup Halldórsson féll frá, 1339, til þess er Árni biskup Ólafsson hinn mildi tók við Skálholti, 1413. Á því tímabili voru biskuparnir nær allir norskir eða danskir. í loforðsskjali því er nefnt var hér að framan, að sex kaupmenn enskir hefðu gefið 1420, er nefndur Helgi Styrsson og kallaður þá »sysloman j westmanna0yum«®). Helgi mun þó jafnframt hafa haft Ranárvallasýslu. Til er dómur, dæmdur »aa Vilborgarstaudum i Vestmannaeyium aa Þingstad riettum« 1528 af 13 mönnum í dóm nefndum af Jóni Hallssyni, kongs umboðsmanni, um húsmenn og kaplatölu í Vest- mannaeyjum. Jón Hallsson var jafnframt sýslumaður í Rangár- l) Um afgjald af Vestmannaeyjum & 17. og 18 öld, sjá Jarðatal á íslandi, Khöfn 1847, bls. 20, og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalins I, 1. h. — Khöfn 1913. *) ísl. fornbrs. II, 88. *) S.st., hls. 740. 4) Bisk.s. II. h., hls. 235 o. s. frv., shr. Safn til s. ísl. I, 640 o. s. frv. *) Höf. hefir liklega þekt sögn Hnngurvöku um kaup Magnúsar hiskups og ennfr. dóm þann, er Stefán biskup lét ganga 1491, sem tinndargjald á Vestmanna- eyjum, — prentaður i Isl. fornhrs. VI. b., 769—60, — og kann að vera að hann hafi misskilið hann, en dómur sá er dæmdur samkv. áðurnefndum máldaga frá 1269, *) ísl. fornhrs. IV b., bls. 275—76.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.