Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 64
66 þessum töflum og dúkum var stundum hin mesta'list og verðmæti þeirra stórkostlegt. Hér á landi eru fáeinar altarisbríkur frá mið- öldunum til enn og er altaristaflan í Hólakirkju þeirra stærst og merkust, frá byrjum 16. aldar1); en nokkurar eru til úr alabastri og eru þær um 100 árum eldri. Ein þeirra, og sú sem hefir haldið sér einna bezt, er einmitt líka á Möðruvöllum, þar sem gripur sá var, er hér skal lýst. Sú alabasturbrík er að öllum líkindum sú »brik med alabastrum forgyllt«, sem segir í máldaga Olafs biskups Rögn- valdssonar2) 1461, að »hústrú Margret«, ekkja Þorvarðar Loptssonar, dóttir Vigfúsar Holms hirðstjóra, hafl ásamt öðru fleira lukt kirkj- unni á Möðruvöllum. — Altarisklæði eru og til fáein ennþá frá því fyrir siðaskiftin; einna merkast er fornt altarisklæði frá Hóladómkirkju (nr. 4380 í Þjóðmenjas.3); á því eru saumaðir allir hinir heilögu biskupar vorir, þrír. — Altarisdúkar frá því fyrir siðaskiftin munu hér fáir til vera. Töflur, er verið hafi framan á ölturum í k:rkjum hér á landi veit eg ekki til að fyrir finnist nema tvær; sú sem Olafur Briem keypti á uppboði, er haldið var á gömlum kirkjugrip- um tilheyrandi Grundar-kirkju í Eyjafirði, og sendi Finni próf. Magnússyni 1843; er sú tafla nú á þjóðmenjasafni Dana4) og er frá miðbiki 15. aldar, með nafni Eiríks Loptssonar, bróður Þorvarðar; hann bjó á Grund frá því um 1439 og dó í febr. 1473; — og sú önnur er hér ræðir um. A hinni fyrnefndu er máluð krossfestingar- mynd með Jóhannesi og Maríu hjá krossinum, og Olafi konungi helga og Laurentiusi helga utar frá. Önnur tafla minni fylgir þess- ari og munu þær vera þær »ij brikur onnvr yfer haaltare. onnur framme firir«, sem taldar eru í máldaga Olafs biskups Rögnvalds sonar 14615). — Grundar-kirkja var helguð Laurentiusi. Þessar töfl- ur hafa einnig verið nefndar bríkur, og verður ekki séð af mál- dögunum hvort átt er við altaristöflur yfir eða frammi fyrir altari, nema það sé beint tekið fram hvar þær séu. Hið latneska nafn á töflu fyrir altari er antependium (forhengi) eða antemensale (borð- framhlið), og er nú hið síðara nafnið notað fremur um töflur (brík- ur), en hið fyrra um altarisklæði. — Tafla yfir altari var kölluð á latínu superfrontale; en þessi latnesku nöfn munu ekki viðhöfð í máldögum vorum. ») Árb. 1888-92, bls. 91-95 og Árb. 1910, bls. 62—63. *) ísl. fornbrs. V., bls. 308. , *) Árb. 1888- 92. bls. 95 og Árb. 1910, bls. 62. 4) Kr. Kál. Isl. Besbr. II, bls. 113. Mynd af töflunni er i ritgerð dr. Fr. B. Wallems, Aarsberetning 1909, bls. 57. *) í*l. fornbrs. V., bls. 314.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.