Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Qupperneq 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Qupperneq 65
61 Slíkar töflur fyrir altari (antemensalia) eru alþektar einkum í Noregi; eru þar til um 30l); eru þær álitnar að vera frá 14. og 15. öld, enda hafa þær víst flestar hin gotnesku stýlseinkenni. Sá siður að hafa skrautlegar töflur fyrir ölturunum að framan er þó miklu eldri og til eru erlendis ágætar töflur frá fyrri tímum2 * 4 *). Var eink- um siður áður fyrri að hafa töflur þessar klæddar málmþynnum úr gulli, silfri og eir, gyltum, settum gimsteinum og smeltum. Má nærri geta að slíkar töflur voru mikið verðmæti og hafa fáar kom- ist af ómeiddar til vorra daga, þótt heilagar væru. Hér á landi munu ekki hafa verið margar slíkar, en í Vilchins máldaga fyrir Kallaðarnesskirkju8) 1379, segir þó að henni tilheyrir »bryk gyllt med silfur«, og »Tabulum gyllt fyrer alltari«, og í máldaga Jóns biskups Halldórssonar fyrir Miðbæli undir Eyjafjöllum 1332, er getið um »eitt litid tabulum eneum deauratum« (gylt tafla úr eiri). Gyltar töflur og bríkur eru að vísu oft nefndar í máldögum vorum, en ekki verður séð hvort þær hafa verið úr tré eða málmi. Þessar máluðu trétöflur frá 14. og 15. öld virðast sumar bafa verið gjörðar í lík- iugu við hinar dýrmætari málmklæddu og steinsettu töflur4 *)- 2. a. Eftir þessi inngangsorð skal nú vikið að sjálfri altaris- töflunni frá Möðruvöllum. Töflu þessa keypti Þjóðmenjasafnið í ársbyrjun 1913,6 *) og hefir hún ekki verið tölusett enn, er þetta er ritað. Hún er, sem með- fylgjandi mynd sýnir, ferhyrnd, 120 cm. að breidd og 94 cm. að hæð. Hún er mynduð af 3 borðum, sem liggja lárétt, og er mið- borðið breiðast: 44 cm., hið efsta 20, en hið neðsta 30 cm. Þau eru ‘) Harry Pett, Norges kirker i middelalderen, bls. 99; þar eru myndir og lýsingar af nokkrum; af öðrum eru myndir og lýsingar eftir Pr. B. Wallem i Aars- beretning 1905 og B. E. Bendixen i Bergens Mus. aarb. 1905 nr. 12 (sbr. nr. 13). — Hildebrand segir i „Sveriges medeltid11 III. 5., bls. 261, að hann viti af einni slíkri í kirkju & Skáni. s) Otte, Kirchl. kunst-archálogie I., bls. 134—36; Hildebrand, Sveriges medel- tid III. 5., bls. 258—61; Harry Pett, Aarsberetning 1911, bls. 2—4. *) ísl. fornbrs. IV., bls. 55. 4) Sbr. Harry Pett, Norges kirker i middelalderen, bls. 99. *) Hafði hún að minu undirlagi verið send til safnsins baustið 1912, eftir að eg hafði samið um kaup á henni við eiganda Möðruvalla og umráðanda kirkjunnar það sumar. Hafði eg skrásett hana meðal kirkjngripanna, lýst henni og gert ljós- myndir af henni 28. júli. — Mér hafði verið mikil forvitni á að sjá hana áður vegna ummæla dr. Kr. Kálunds í Isl. Beskr. II., bls. 119, þar sem hann segir: ,,Over[alter-] tavlen hænger et mærkeligt, vistnok meget gammelt maleri (kalkmaleri?) med for- skellige scener af gudeligt indhold11. A síðustu árum hefir hún staðið uppi á kirkju- loftinu til geymslu. 9*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.