Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 66
68 að þykt um 2.5 cm. Aftan á þau hafa í fyrstu verið negldir með gildum trénöglum 2 okar, sem síðar hafa verið teknir af; þeir hafa verið um 6.5 cm. að breidd og náð alveg yflr þvera töfluna, upp og ofan, 32 og 27 cm. frá endunum. Framan á töfluna hafa verið negldir listar við brúnirnar um 8 cm. að breidd, og er sá helming- ur þeirra, sem innar er, skáhallur og sléttur, en hinn ytri er með sporbaugsmynduðum lautum í, þannig, að ein verður við hvert hom, 3 að neðan og ofan, en 2 til beggja enda Listarnir við endana ná alla leið upp og ofan, og þeir halda töflunni nú saman. Uppruna- lega hafa listarnir verið negldir á með trénöglum, en á síðari tim- um hefur þeim verið fest enn frekar með járnnöglum. Allur ytri hluti listanna og röndin á töflunum er máluð nýlega með ljósbláum farfa, en undir honum er hvítur farfi og silfurlitur þar undir, líkur og er í grunninum á töflunni, sem siðar skal sagt. Innri hluti list- anna (skáflöturinn) er með hinum upprunalega frágangi, málaður brúnn neðst (inst), en rauður efst (yzt) og er litunum nokkuð dreift saman, þannig að þeir ganga í tungum hvor inn í annan. Þar sem listarnir koma að töflunni eru léreftsræmur (plástrar) límdar yfir samskeytin og svo er og gjört yfir bæði samskeytin í töflunni þar sem borðin koma saman. Listarnir hafa ekki verið heflaðir, heldur höggnir til, og þótt undarlegt megi virðast þá er það þó svo, að ekki að eins afturhlið, heldur líka sjálf framhlið töflunnar, er alls ekki hefluð, heldur slétthöggvin nokkurn veginn. Er hefillinn þó eldra áhald en tafla þessi, og margir gripir munu til vera hefl- aðir, eldri en hún. Næst töflunni er hvítur farfi (»stempur«) undir litunum, er myndirnar eru gerðar með, og silfurlitunum í grunninum; virðist og vera svipaður farfi aftan á töflunni, nema að því leyti, að hann er þar þurari og lausari í sér, mun vera krít, hrærð út í límvatni (»undirhvíti«, kridtering). í þennan hvíta undirfarfa framan á töfl- unni, sem hefir jafnað hana alla, fylt út sprungur og holur o. s. frv. (eins og nú er notað »kítti«), eru krotaðir með skörpum oddi fer- hyrningar og blóm innan í hvern þeirra, þar sem grunnurinn sést á milli myndanna, rétthyrningar i efri myndina vinstra megin og skáhymingur í þá neðri, en þvert á móti hægra megin; í grunn- inum í miðmyndinni eru krotuð eikarblöð og akörn. Gætir þessa nú ekki nema við nákvæma eftirtekt, en hefir að líkindum borið meira á þvi er taflan var ný. Allar aðallínur myndanna og bekkj- anna á milli þeirra hafa og verið strikaðar í undirhvítann og far- ið eftir þeim uppdrætti er málað var. Grunnurinn er með silfurlit

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.