Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 69
71 hann nú aftur til Hilariusar biskups, en frétti þá að hann væri rekinn frá stóli af Aríusar mönnum. Þá fór Marteinn í munka- klaustur í Meilandsborg, en var einnig af sömu ástæðu rekinn á braut þaðan eftir skamma dvöl. Þá lagðist hann út á ey þeirri er Gallinaria er nefnd (rétt hjá Genua), ásamt presti einum, og lifðu þeir þar um hríð við grasarætur. Frétti liann þá (um 360) að Hilarius væri aftur kominn til stóls sins og fór hann þá á hans fund. Setti Hilarius eða þeir Marteinn, á fót munklííi skamt frá Peituborg. Söfnuðust þar smámsaman margir menn að honum og fór mik- ið orð af klaustri þessu og Marteini, enda vakti hann á þeim árum þrjá menn upp frá dauðum. — Klaustrið (monasterium Loco- ciagense, Licugé) var hið fyrsta á Frakklandi. Um 375 varð bisk- upslaust í Túronsborg og var Marteinn beðinn að taka þar biskups- dóminn. Hann vildi ekki hverfa frá klaustri sínu og varð að ná honum út þaðan með brögðum. Tók Marteinn þá biskupssýslu, en eigi brá hann hætti sinum að heldur. Undi hann skamma stund bæjarlífinu og settist að um 2 mílur frá bænum, á stað nokkrum er einstigi var að, og setti þar munklífi á stofn. Söfnuðust að hon- um þangað þegar um 80 lærisveinar og varð þessi grundvöllur klaustursins Marmoutier. Urðu þeir margir, er þar voru, síðar bisk- upar á Frakklandi. Líferni þeirra var mjög einfalt og strangt; klæðnaður mátti ekki mýkri vera en úr úlfaldahári; enginn átti neitt öðrum framar og var alt í sameign. Sparsemi og iðjusemi voru þær dygðir, er mest voru ástundaðar. Alvörugefni og hugar- ins rósemi einkendi alt þeirra framferði. Aldrei sást Marteinn reið- ur, hryggur né kátur. Hann var ósveigjanlegur í trúarmálum frá því er hann var sannfærður um að rétt væri og urðu allir að bera lotningu fyrir honum; keisarinn sjálfur varð að láta að orðum hans, en þó fengu aðrir biskupar, er fylgdust að málum gegn honum, komið fram vilja sínum við keisarann, og átti Marteinn ekki sam- félag við þá síðan, 16 síðustu ár æfi sinnar. Hann andaðist í hárri elli, 81 árs að aldri, í bænum Candes (Condatensis) árið 400; var hann farinn þangað í embættisför. Marteinn hafði framkvæmt mörg kraftaverk i lifanda lífi, vakið 5 menn upp frá dauðum, læknaði sjúka, rak út óhreina anda og margar aðrar jarteiknir urðu að hans vilja. Var hann álitinn heil- agur maður, og er hann var andaður, ætluðu Peituborgarmenn að reyna að ná líki hans á sitt vald. Þóttust eiga eins mikið tikall til þess eins og Túronsborgarmenn. Varð út af þessu senna mikil heilan dag og vöktu menn af beggja hálfu yfir líkinu. Þá var það að Peituborgarmeun sofnuðu allir á miðri nótt, en Túronsborgar-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.