Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 71
73 frá.1 *) Fátækur ferjukarl hét á hinn heilaga Martein á þrettándan- um: »Gef mér vin, blessaði biskup Marteinn, að eg ei þurfi að vera þurbrjósta þegar aðrir gleðja sig«. Þá kom maður á árbakkann hins vegar og skyldi yfirum. Ferjukarlinn sótti hann; en er hann var kominn út á ána miðja féll stór fiskur í ferjuna. Karl seldi fiskinn og fekk ærið vín fyrir, til að geta gert sér glaðan dag sem aðrir. — Líkþráir tilbiðja hann: Marteinn kom til Parísarborgar; »þá mætti hann líkþráum manni, og kysti hann og blessaði honum, og varð sá þegar heill«.a) Hann var verndarmaður heilla landa, héraða og borga, og fjöldinn allur af kirkjum var honum helgaður. Hér á Islandi hefir Marteinn biskup sjálfsagt verið allmjög dýrk- aður og 10 kirkjur voru honum helgaðar, eins og áður var tekið fram. Getið er í Biskupasögum3) um heilagan dóm hans, bein í Hóla-dómkirkju. Af Möðrvellingum er þess einkum getið um Þor- leif Grímsson að hann hafi tignað Martein biskup; er svo sagt að það hafi verið máltæki hans: »Guð og hinn mildi Martinus sé lofaður, hann gefur oss nógu gott.4) — Marteins biskups minni var æfinlega drukkið í brúðkaupsveizlum og öðrum stórveizlum alt fram á 18. öld.5) 2. c. Þar sem það er nú víst að biskupsmyndin í altaristöflu þessari, sem hér ræðir um, er mynd hins heilaga biskups Marteins, eða erkibiskups, eins og hann er nefndur í titli einnar af hinum ís- lenzku sögum hans, og svo sem hann er táknaður á þessari mynd, þar sem hann er málaður með kross-staf og pallium, einkenni erki- biskupa —, þá eru þegar líkur fengnar fyrir því, að eigi að eins sú mynd, sem er hin neðri vinstra megin og lýst hefir verið, sé ein honum viðkomandi, heldur að þær séu það allar; enda er biskup sýndur í líkum búningi á hinum myndunum tveimur, báðum efri myndunum, og hin þriðja er bersýnilega i nánu sambandi við aðra þeirra. Efri myndin vinstra megin sýnir biskup, eins búinn og þann sem er á miðmyndinni, nema að pallium ber þessi ekki; stendur hann frammi fyrir altari, sem klætt er altarisklæði með rauðum, grænum og bleikum röndum, og gullnum altarisdúk. Á altarinu stendur gullinn kaleikur (með rómönsku lagi) og patina yfir. Hefur i) De Mirac. II. 16. *) Marteins saga, 19. k., Heil. m. s. •) Bisk.s. I, bls. 169, 468. *) Bisk.s. 1L, bls. 359; *) Ferðabók Eggerts Olafisonar og Bjarna Pálssonar, bls. 889, 10

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.