Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Qupperneq 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Qupperneq 72
74 biskup upp báðar hendur og virðist flytja messu. Fyrir aftan hanri stendur djákn, einnig i grænni1) dálmatiku, með bók undir vinstri hendi, en kross-stöng í hægri hendi. Krists mynd sést máluð á veggnum á bak við. En hið merkilegasta á myndinni er það, að uppi yfir altarinu birtist engill, svífandi í skýi, er birtu slær á að ofan; heldur hann rauðu klæði, — fóðruðu grám skinnum, eins og kápa Marteins er á neðri myndinni, — útbreiddu með báðum höndum. Frá þessum atburði, sem hér er sýndur, munu þeir eigi segja, svo sem á myndinni er sýnt, Severus Sulpicius og Giregorius bisk- up. Hinn fyrri segir frá sögunni um atburðinn, er neðri myndin sýnir, skýrir frá því, — sennilega eftir sögusögn Marteins biskups, svo sem mörgu öðru, að hann hafi séð næstu nótt eftir að hann gaf manninum af feldinum, Krist sjálfann klæddan þeim hluta feld- arins, er hann hafði gefið, og mæla svo við engla, er hjá honum voru: »Martinus, primsigndur að eins, skrýddi mig þessu klæði« 2) En myndin getur ekki átt við þessa sýn, þótt klæðið, sem engillinn heldur á, virðist eiga að tákna feldarhlutann afskorna. En til eru tvær sagnir um atburði, er gerst hafa við messu- söng Marteins biskups og eru þær í 26 kap. í öllum og 48. b. kap. í 2 sögum hans hinum íslenzku; þó getur myndin alls ekki átt við þann atburð, er ræðir um í síðari kap.* * * 8). Frásögnin í 26 kap. er nær eins í öllum sögunum íslenzku, að eins orðamunur lítill Mar- teinn fór einn dag til kirkju og kom að honum klæðlaus maður og bað hann að gefa sér klæði. Marteinn kallaði þangað djákn sinn og bað hann að sækja skyndilega klæði handa manninum. Marteinn fór síðan inn í klefa sinn hjá kirkjunni, en djákninn dró nokkuð að sækja klæðið. Þá kom fátæklingurinn að klefanum og kvaðst kal- inn vera, en djákninn seinan að sækja klæðið. Þá fór Marteinn úr kyrtli sínum undan kápu, fekk manninum og bað hann að fara á brott. Litlu siðar kom djákninn og kvað mál að syngja messu, þvi að fólk biði i kirkjunni. En Marteinn mælti: »Ekki má eg til kirkju fara áður en fátæklingurinn fær klæðið.« Djákninn sá ekki að Marteinn var kyrtilslaus undir kápunni og vissi ekki að Mar- teinn ætlaði sér klæðið. Djákninn spurði þá, hvar fátælingurinn ‘) Grænan messuskrúða skyldi hafa frá 8. degi eftir þrettánda til níu vikna föstu og alla trinitatistiðina. s) Frásögnin er í 2. kap. i öllum Martinussögunum. 8) I H. Otte, Handb. d. Kirchl. Kunst-archæol. L, bls. 588, er getið um enn einn atburð við messusöng Marteins biskups, að honum hirtust djöflar tveir, annar i róðustað á sjálfu altarinu; eg veit ekki hvar sagt er frá þeim atbnrð; enda getur mynd þessi ekki átt við hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.