Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Qupperneq 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Qupperneq 73
75 væri. Þá mælti Marteinn: »Fáið mér; til mun hinn fátæki að þiggja«. Þá reiddist djákninn, tók loðúlpu svarta, slitna og stutta, flevgði til Marteins og kvaðst ekki sjá fátæklinginn. Þá bað Mar- teinn hann að biða sín úti fyrir dyrum, því að hann vildi ekki að djákninn sæi sig fara í flíkina, til þess að leynast mætti góðverkið. Söng Marteinn síðan messuna í þessari úlpu, vitanlega undir messu- fötum. En á þeim degi, þá er hann blessaði altarisfórn, þá vitrað- ist eldur (eldlegur hnöttur) yfir höfði honum. Að öllum líkindum mun myndin eiga að sýna þennan atburð, en hún virðist sameina hann við hinn, sem sýndur er á neðri mynd- inni, með því að láta engil birtast í hinum eldlega hnetti yfir höfði Marteins, og sýna hinn afskorna hluta af kápunni. — Klæðið, sem engillinn heldur á; virðist ekki geta verið kyrtill sá, er Marteinn hafði þá nýgefið; það er annars konar. Þá eru myndirnar hægramegin. Svo sem vinstra megin virðist réttast að atliuga neðri myndina fyrst. Vinstra megin á myndinni hangir maður í snöru um háls á grænni grein, er skagar fram frá vinstra horninu efra. Maðurinn virðist andaður og er höfuðið hnigið til vinstri (hægri handar mannsins), hendur hanga niður máttlausar, en óbundnar og fæturnir sömuleiðis. Hanginn er í grænum kyrtli, er nær niður fyrir kné, rauðum leistabrókum og með svarta skó á fótum. Hjá honum standa, hægra megin á myndinni, ungur maður og ung kona, með hrygðarsvip bæði; tekur hann hægri hendi upp til höfuðs sér, en hún heldur höndum saman á brjósti. Þau eru í rauðum kyrtlum dragsíðum, en hún ber græna skikkju yfir sér, og hvítan dúk á höfði. Efri myndin sýnir hinn sama hanga, en þar stendur hann undir greininni, með snörunni enn um háls, en snar- an er nú skorin sundur og sér hinn hluta hennar á greininni. Fyrir framan hann stendur maður í hvítum sloppi með græna kápu yfir sér og gullið mítur á höfði. Tekur hann vinstri hendi um báðar höndur hins hengda, en hægri hendi er upphafin til blessunar. — Fyrir aftan hann krýpur annar maður í grænni kápu og með hvítu mítri, og fórnar upp höndum frammi fyrir sér. I 6. kap. í Marteins-sögu') er sagt frá því að Marteinn fór einn dag um akur eins auðugs manns. Þá heyrði hann grát og háreisti og spurði hverju það gegndi. En honum var sagt að þræll einn hefði hengt sig í snöru. Þá gekk Marteinn inn í hús það er líkið lá í, byrgði úti alla aðra, féll á kné og var lengi á bæn fyrir hin- um dauða hjá likinu. Þá tók hinn dauði að lifna, hóf upp augu ‘) I. og II.; vantar i III., því að þar er blað farið úr handritinn. 10*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.