Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 77

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 77
Skýrsla. I. Aðalfundur félagsins 1913. Aðalfundur félagsins var haldinn fimtudaginn 27. nóv. 1913. Formaður mintist fyrst látinna félagsmanna, sérílagi rektors Stein- gríms Thorsteinssons, er verið hafði í stjórn félagsins um mörg ár. Þvi næst lagði hann fram endurskoðaðan ársreikning félagsins fyrir árið 1912, og höfðu engar athugasemdir verið við hann gjörðar. Því næst gat hann um ritgjörðir, er prentaðar mundu verða í Ar- bókinni. Hann skýrði og frá því, að eftir tillögu fulltrúa Matth. Þórðarsonar hefði félagsstjórnin geíið út áskorun til manna um að ganga í félagið og hefði það borið þann árangur, að hérumbil 30 nýir félagar hefðu bæst við. Þessu næst var rætt um nokkur félagsmál og æskilegt talið, að fornmenjavörður gæfi út í Árbók félagsins skýrslu um skrásettar fornmenjar, einkum friðlýstar staðbundnar fornmenjar. Síðan var gengið til kosninga á embættismönnum og fulltrúum félagsins. Formaður: Varaform: Fulltrúar: II. Stjórnendur félagsins. Eiríkur Briem, prófessor. Björn M. Olsen, dr. prófessor. Hannes Þorsteinsson, aðstoðarskjalavörður. Jón Þorkelsson, dr. landsskjalavörður. Matthías Þórðarson, fornmenjavörður. Pálmi Pálsson, kennari. Þórhallur Bjarnarson, biskup. Þorsteinn Erlingsson, skáld. Skrifari: Pálmi Pálsson, kennari. Varaskrifari: Jón Þorkelsson, dr. landsskjalavörður. Féhirðir: Þórhallur Bjarnarson, biskup. Varaféhirðir: Sigurður Kristjánsson, bóksali. Endurskoðunarmenn: Jón Jakobsson, landsbókavörður. Jón Jensson, yfirdómari.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.