Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 1
Fornleifar á Þingvelli.
Búðir, lögrjetta og lögberg.
Eftir
Matthías Þórðarson.
I. Yfirlit ytir eldri rannsóknir, helztu
ritgeröir og uppdrætti.
Eins og mörgum mun kunnugt, eru enn í dag sýnilegar all-
margar búðarústir og tóttaleifar á Þingvelli, allar vallgrónar og
lágar, sumar heillegar og greinilegar, aðrar mjög ógreinilegar. Enn
fremur eru á hinum eystri barmi Almannagjár, rjett hjá búðatótt-
unum, leifar af mannvirki, er þar virðist hafa verið gert í sambandi við
alþingishaldið, ílatri upphækkun, sem af ýmsum fræðimönnum á
síðustu öldum, Jóni Olafssyni frá Grunnavik fyrstum, heflr verið álitin
vera hið forna lögberg, eða eiginlega mannvirki, gert til umbóta á
lögbergi svo sem það var frá náttúrunnar hendi. Niður undan
þessari upphækkun, og þó litlu norðar, er útflatt, allstórt mann-
virki, leifar lögrjettunnar, sem þar var bygð á 17. öldinni. Loks
er á Spönginni svo nefndu, þar sem sumir nú um tveggja alda skeið
hafa álitið lögberg hafa verið, og er hins vegar við sjáifan þing-
völlinn, kringlótt upphækkun eða hringmynduð tótt og önnur fer-
hyrnd innaní; er þetta nefnt »dómhringur* (eða »dómhringar«),
eða var nefnt svo til skamms tíma að minsía kosti.
Sigurður mdlari Guðmundsson, höfundur Þjóðminjasafnsins, er
einnig upphafsmaður fornfræðilegrar rannsóknar á Þingvelli, og
hóf hann þær rannsóknir áður en safnið varð stofnað. I brjefi til
Jóns Sigurðssonar, líklega rituðu vorið 1863, kemst hann svo að
orði um fyrstu upptök þessara rannsókna: »Árið 1860 fór eg til
Geysis og skoðaði þá Þingvöll, og myndaði þar þá lögberg og fleira.
Síðan fór eg að fá eins konar áhyggjur út af því, að jafn-merkur
staður í sögu landsins lægi þannig alveg órannsakaður, og skrifaði
1