Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 15
15
lifnaðarháttum þingmanna á Þingvelli, að ástæða sýnist til að prenta
það hjer fyrir aftan sem fylgiskjal, en jafnframt skal aftur vísað á
framangreindan útdrátt úr því. Það er sett hjer eftir afriti í »Amts
Copiebog 1736—1742«, bls. 48—57; er hún hjer í Þjóðskjalasafninu.
Úrskurður konungs var algerlega samkvæmt tillögum amtmanns;
hann er prentaður í Lovsamling for Island, II.. bls. 278—80, og er
því óþarft að setja hann eða útdrátt úr honum hjer.
I Isl. Rœttergang, Khöfn 1762, segir Jón sýslumaður Amason á
bls. 449—50: »Paa dette Sted (þ. e. alþingisstaðnum) vare ellers i
gamle Dage hist og her opsatte Hytter eller Boeder, tilhorende
nu visse fornemme Slægter, nu visse Herredshovdinger, og derfor be-
tegnede med adskillige særdeeles Navne. I disse Tider findes der
især tvende smaa Bygninger af Timmer, den eene for Lav-Rætten,
den anden for Amtmanden; de ovrige, saavel Betiente
som Almue, ligge mestendeels under Tælte*.
Þetta kemur heim við það sem ráða má um búðafjöldann af
yngri búðaskipuninni, og öll ummæli hjer að lútandi í framangreind-
um ummælum, og er þetta þó skrifað um 20—25 árum síðar. Á
gömlu myndinni eða uppdrættinum af alþingisstaðnum, sem getið
var hjer að framan, bis. 2, eru að eins 2 búðir með hlöðnum
veggjum, amtmannsbúð og, rjett fyrir norðan hana, stiftamtmanns-
búð; annars tjöld. Vitanlega er lítið mark takandi á þessu, en síst
bendir það til, að mikið hafi verið um hlaðnar búðir fyrir neðan
gjá þá er myndin var gerð.
Af þessu öllu, er nú hefir verið til tint, þykir mjer bersýnilegt,
að hinn forni siður, að byggja þingbúðir úr torfi og grjóti (og timbri)
á Þingvelli, hafi af lagst; hefir það líklega orðið þá þegar er þing-
haldinu öllu var breytt, eftir að lýðveldið var undir lok liðið og lög
þess úr gildi feld, en einkum eftir að sú venja varð algengust, að
þing stæði ekki yflr lengur en 1—2 daga. Á 14.—17. öld hafa
þingmenn búið í tjöldum, unz aftur var farið í lok 17. aldar að
byggja búðir úr torfi og grjóti á fornan hátt, þessar 2, árið 1691,
amtmannsbúð og Heidemanns-búð. Á 18. öldinni hafa svo flestar
þær búðir verið bygðar, er nú sjást þær tóttarústir eftir, sem hjer
er lýst.
Um leið og nú verður skýrt frá hverri tótt eða tóttarleifum
fyrir sig, skal tilgreint hvað heimfært verði upp á hverja þeirra
af því er segir í þessum fyrgreindu búðaskipunum frá eldri og yngri
tímum. Raunar virðast hinar gömlu búðaskipanir, frá 1700 og 1735,
bvo óglögt orðaðar sumstaðar, að torvelt er að ákveða ætið, við
hvaða tótt eða stað þær eiga. Búðatóttirnar eru flestar, nær allar,