Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Qupperneq 16
16
ve8tan ár, því að þeim megin var þingið haldið síðustu aldirnar,
enda er æ síðan nefnt Þingið vestanfram með ánni, og sunnanvið
götuna neðanfrá ánni upp í skarðið hjá Snorra-búð, þar sem íiestar
eru tóttirnar. Tóttirnar athugaði jeg og mældi 17. júlí 1916 og
næstu daga, flestallar. Mannvirkin á Spönginni og í túninu, vestan
traðanna, rannsakaði S. V. 1880, og ruældi; er hjer farið eftir því
er hann segir um þau í skýrslu sinni, sem getið var hjer að framan.
Búðatóttirnar fyrir vestan ána má flokka í 4 flokka: Gjábúðir,
eða búðir í Almannagjá, Skarðbúðir (Snorrabúð og þær), búðir und-
ir hallinum, fyrir norðan götuna upp frá ánni, og búðir í Þinginu.
A. Gjábúðir.
Þær eru allar, nema ein (2. hjer) að austanverðu við akveginn,
sem gerður var í gjánni sumarið 1897, milli hans og gjábakkans
lægri1.
1. Sú búð er næst (um 84 m. frá) brúnni yfir neðri fossinn,
sem steypt var úr steini árið 1912; áður hafði verið trjebrú á hlöðn-
um grjótstöplum, gerð árið 1897. Tóttin virðist fremur nýleg, vegg-
ir allir glöggir, um 50—60 cm. að hæð. Hún snýr nær þvi sem
gjáin. Dyr eru á miðium vestur-hliðveggnum, samanfallnar. Lengd-
in er 9 m. og breiddin 4, að utanmáli, en 6,60 m. og 2 m. að inn-
an. Björn Gunnlögsson ritar á uppdrætti sínum, að þetta hafi verið
búð Lýðs Guðmundssonar; þess lætur S. G. og getið á spássíu á sín-
um uppdrætti. Lýður var sýslumaður í Vestur-Skaftafellssýslu 1755
—1800; d. 7. des. 18122. Ekki er ólíklegt að hann hafl fyrstur bygt
búð þessa og þá einn notað hana.
1) Sveinn lœknir Pálsson var staddur á Þingvelli um þingtimann 1793; 16
júlí kveðst hann hafa gengið með sjera Páli Þorlákssyni npp í Snókagjá, sem er
partur af Almannagjá, fyrir norðan götuna npp í Langa-stig. Hann getur um Gálga-
klett m. fl. og loks Drekkingarhyl, og kemst því næst svo að orði: „Her vesten-
for er Giauen bredest og smukkest, og ved denne Tid fnld af de til Althinget Rei-
sendes Tælte og Boeder“. Sjá dagbók hans í Landsbs., hrs. Bókmfjel. nr. 2 fol.,
hls. 134, efst. Shr. Isl. beskr. I., 97. Sjá einnig ferðabók Eggerts Ólafssonar,
hls. 929. — Hinir ýmsu partar Álmannagjár hafa sin sjerstöku nöfn. Fyrrum mun að
eins sá hiutinn, sem er milli árinnar og haksins milli Kárastaðastígs og Hestagjár
(er nú nefnist, siðan 1907?) hafa heitið Almannagjá.
2) Um hann sjá Sýslum.œfir IV., bls. 660—64. — Jón prófastur Stein-
grimsson segir 2 smásögur í Ævisögu sinni (Rvik 1913—16), bls. 291—95, frá 2
atburðum á aíþingi; hvenær þeir gerðust er ekki tilgreint. Siðari frásagan er um 2
beiningakerlingar, sem komu til Lýðs sýslumanns i þessari húð hans til þess að
biðja hann ölmusu.
Um Lýð sýslumann ritar sjera Jón margt annað i ævisögn sinni, og um ýms
•viðskifti þeirra í milli.