Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Qupperneq 19
19
Þeir Björn og Sigurður málari telja þessa búð hafa verið Guð-
mundar Ketilssonar, — »sýslumanns í Mýrasýslu, í Svignaskarði, f
1809« (S. G ). Guðmundur var sýslumaður í Mýrasýslu 1778—1806
og jafnframt Hnappadalssýslu frá 1787. Hann dó 30. nóv. 18091.
Guðmundur var hálfbróðir Magnúsar Ketilssonar sýslumanns, sem
hafði búð 3. Hverir hafi haft hjer búð á undan Guðmundi er óvíst;
ef til vill fyrirrennarar hans. Búðaskipunin frá 1735 getur engra
búða í gjánni. — Ef til vill hefir búð sú, er Snorri Sturluson ljet
byggja »upp frá lögbergi« sumarið 1216, verið hjer. Verður rætt
um hana síðar, í greininni um lögberg.
5, Hún er (rúmum 70 m.) sunnar í gjánni, rjett norðvestanvið
Snorra-búð, sem er nyrzt í vegarskarðinu. Rjett við búð þessa, fyrir
norðan haua, er gömul fyrirhleðsla eða varnargarður um þvera gjána
og er hann vel glöggur beggja vegna akvegarins. Vesturendinn er
beygður í krók norðurávið. Sennilega gerður til að króa inni hesta
norðanvið hann, og hefir þá að likindum verið hlaðið fyrir skarðið
hjá búð 4. Búðartótt þessi er mjög glögg, en þó ekki mörkuð á
uppdrátt B. G., nje útgáfurnar eftir honum. Á uppdr. S. G. er hún
og sömuleiði8 uppdrætti herforingjaráðsins. Hún snýr þversum og
eru dyr á suður-hliðvegg miðjum. L 4,50, br. 3,70 m. að utan-
fengið afskrift af þessari »ntskýringn« (»handriti frá Grörðum á Álftanesi«) og er hún
í safni hans til þingstaðarlýsingarinnar, en það er nú geymt i skjalasafni Þjóð-
minjasafnsins og fornminjavarðar. Hann hefir skrifað á þessa afskrift: „Hnðmundnr
Skagijörð hefir skrifað þessa útskýring; hann var lengi þjenari Olafs stiftamtmanns
og reið með honum til þings, og hefir verið þar kunnugur og auðsjáanlega spurt
sig þar fyrir um mart og veitt mörgu eftirtekt fremur en aðrir. f (t>: Dáinn) 17.
sept. 1844, 86 óra gamall, á Tjarnarhúsum á Seltjarnarnesi; f. 1758“*. Tvær aðrar
gamlar afskriftir af Kastatasis frá 1700 hefir S. G. fengið; aðra frá Görðum, gerða
fyrir Olaf Stephansson, er hann var i Sviðholti, en hina fyrir Olaf Bjornsson, Litlu-
Gilá, af Jónasi Jóhannessyni, Breiðavaði, 6. nóv. 1827. Ennfremur hefir hann haft
2 nýjar afskriftir; aðra hefir hann gert sjálfur eftir handriti „úr handritasafni Jóns
Arnasonar, óvíst hvaðan11; hin er eftir einhvern annan og öðru handriti; við hana
hefir Sigurður gert mjög margar athugasemdir og skrifað á það blað, sem hún er á,
ýmsar upplýsingar viðv. búðunum, lögrjettunni o. fl.
1) Sjá Sýslum.œfir III. 365—69.
*) Guðmundur var Jðnsson; nofndi sig siðar G. J, Schagfjord. Hann var prentari, fyrst
á Hðlum, þjðnaði þar við prentsmiðjuna frá þvi er hann var 14 vetra, 1772, og var þar aðalprent-
ari 1781—82; þá var hann prentari I Hrappsey tvö ár, 1782—84, en fór síðan utan og mun þar
hafa tekið sjer viðurnefnið. Var hann 3 vetur ytra, 1784—87. Þar kyntist hann Magnúsi Steph-
ensen og útvegaði hann honum skrifarastöðu hjá Ólafi stiftamtmanni, föður sínum; var hann
hjá honum 1787—95, en þá fjekk Magnús hann til prentsmiðjunnar á Leirárgörðum, til 1816, og
síðan á Beitistöðum, til 1819; þá fór hann með prentsmiðjunni til Viðeyjar og var þar prentari
til 1830. — Hann dó í Melshúsum 17. sept. 1844, segir f kirkjubókinni. — Sbr. Söguágrip Jóns
Borgfirðings, um prentsmiðjur og prentara á íslandi, Rvfk 1867, 48—9 og víðar. — Segir þar að
hann hafi dáið 17. maí, en það er ekki rjett.
2*