Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 26
26
ir Kál. því sýnt, að sú Hlaðbúð hafl þá verið »búð Snorra goða«,
— þótt það sje hvergi gefið í skyn í Njáls-sögu. Jafnframt álítur
hann, að Hlaðbúð (Njáls-s. og Sturl.-s.) hafi þá (að likindum) verið
þar sem nú er kölluð Snorra-búð, og komi það heim við frásögn
Njáls-s. um fylking Snorra goða á brennumálaþinginu, 145. k., þar
sem sagt er, að hann hafi fylkt »liði sínu fyrir neðan Almannagjá,
millum ok Hlaðbúðar«; lítur svo á, að hann hafi fylkt milli Al-
mannagjár og sinnar eigin búðar, — og um þvert skarðið, er veg-
urinn inn í gjána liggur í. S. V. bendir þar á móti á, að svo sje
helzt að sjá af 138 k. í Njáls.-s., að Eyjólfur Bölverksson hafi ver-
ið í Hlaðbúð á þessu sama þingi, því að þeir Flosi og Bjarni Brodd-
Helgason hittu hann úti fyrir þeirri búð, en það sje rjett á eftir
tekið fram í sögunni, að Eyjólfur hafi gengið í braut frá búð Snorra
goða og til búðar sinnar, svo að hafi hann verið í Hlaðbúð (sem
hann hyggur »fullsannað«) þá hafi hún ekki verið »búð Snorra
goða*«. — Aðgætandi er þó, að það er ekki sjálfsagt, að Eyjólfur
hafi verið í Hlaðbúð, þótt þeir Flosi hittu hann hjá henni. Af orð-
um Bjarna má jafnvel ráða, að það hafi verið af hendingu, að þeir
fundu Eyjólf þar, og að þeir hafi ekki beinlínis ætlað að ganga á
fund hans í Hlaðbúð, þar sem Bjarni segir: »Hjer berr vel til; hjer
er hann nú Eyjólfr Bölverksson, ef þú vill finna hann, Flosi«. — Og
þegar Eyjólfur fer »til búðar sinnar*, þá er ekki þar með sagt að
hann hafi farið til Hlaðbúðar. — Viðvíkjandi fylkingu Snorra, »fyrir
neðan Almannagjá millum ok Hlaðbúðar*, álitu þeir S. G og S. V.,
að þar með væri sagt, »að Snorri hafi hjer fylkt millum sinnar
búðar og Hlaðbúðar«, þvert yfir skarðið1 2; Hlaðbúð hafi því verið
að sunnanverðu við skarðið; sbr. útgáfu S. V. hans af uppdrætti
B, G.3 * og Árb. 1880, bls. 46. Um það eru þeir Kál. og Sigurð-
arnir því sammála, að Snorri hafi fylkt yfir þvert skarðið, og að
1) S. G. hafði einnig litið svo á, að Hlaðbúð hafi verið búð Eyjólfs Bölverks-
sonar, sjá Alþst., bls. 16—18. Aftnr á móti hefir B. G. skrifað við Snorra-búð á
nppdrátt sinn: „Snorra-búð og Eyjólfs Bölverkssonar11. Virðist orðunum „og E. B.“
bætt við síðar, með öðru bleki. — Samkvæmt ofangreindum orðum fær þetta ekki
staðist; sbr. og S. V., Árb. 1880, 48.
2) S. G. setur Hlaðbúð á uppdrátt sinn þar sem bann álítur að búð Eyjólfs
Bölverkssonar hafi staðið samkv. búðaskipuninni frá 1700. En fylking Snorra setur
hann þó, samkvæmt frásögn Njá's-s. miklu ofar, nærri uppi við gjá, í rjett horn við
búðina og þykir sennilegast að Hlaðbúð (sem hann álitur vera búð E. B.) hafi stað-
ið þar á berghellu vestur við gjána; þ. e. sama hraunbungan, sem áður var nefnd
{bls. 6), rjett sunnan við götuna. Þessi tilgáta er ástæðulaus og verður ekkt
studd með ueinum líkum. — Sjá Alþst. 16—18.
3) S. V. hefir markað Hlaðbnð á bana, nær gjánni en S. G. setti hana á sinn
uppdrátt, og þó ekki svo nálægt eins og S. G. þótti sennilegast að hnn hefði verið.