Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 33
33
að hann hafi fyrstur bygt hana. — Páll lögmaður andaðist í þessu
tjaldi sínu á alþingi 2 árum áður, 18. júli 1727. Magnús varð
lögmaður sunnan og austan 1732, 3 árum áður en búðaskipunin
var rituð. Hann gegndi þessu embætti hálfan þriðja tug ára, til
1756, að því ári meðtöldu, en 1757 varð hann, fyrstur allra is-
lenzkra manna, amtmaður og gegndi því embætti til æviloka; dó
3. nóv 1766. — Eftir að hann var orðinn amtmaður hefir hann
sjálfsagt verið í »amtsmannsbúð« timburhúsi því er reist hafði
verið á Þingvelli skömmu áður1. Magnús var settur amtmaður
1752 og hefir sennilega verið í amtmannsbúð á þeim þingum2.
Þeir B. G. og S. G. marka búð þessa (13.) á uppdrætti sína og
kalla hana búð Hjalta Skeggjasonar, S. G. þó með ?, og gizkar á,
að hún hafi fremur verið búð Hjaltdæla; sbr. útg. í Alþst., með
búðaskránni, og bls. 19 í því riti. Setja þeir þetta nafn samkvæmt
katastasis frá 1700, þar sem svo stendur: Hialta Skeggiasonar
bud var næst nordur undan Lögrettunne. — Raunar verður það
hvorki rengt nje sannað, að Hjalti hafi haft búð hjer. — En á
spássíunni á uppdrætti sínum hefir S. G. ritað: Magnúsar Step-
hensen = Hjalta; og á frumuppdrætti þeim er getið var á bls 21,
skrifar S. G. við þessa tótt: Magnúsar Stephensem búð. Þetta er
óefað rjett. Ölafur Stephansson amtmaður og stiftamtmaður, faðir
Magnúsar, var tengdasonur Magnúsar Gíslasonar og bar Magnús
nafn móðurföður síns. Um það leyti, er Magnús Gíslason varð
skipaður amtmaður, var Olafur tengdasonur hans skipaður varalög-
maður (17. apr. 1756) og var það unz hann var 1764 skipaður
aðstoðarmaður Magnúsar amtmanns, tengdaföður síns; hafði hann
jafnframt fyrirheit um amtmannsembættið eftir hann og tók við
því þá er hann dó. Sennilega hefir hann haft búð Magnúsar Gisla-
sonar eftir hann og síðan tekið við amtmannsstofu eftir hann, 1766.
1) Sbr. ferðabók Eggerts og Bjarna bls. 1030: „Paa den veatlige Bredde af
Aaen, staaer Lavretten, nnomstunder opbygget af Temmer ligesom og det Huus,
som Amtmanden bruger, medens Altbinget staaer, og hvor Overretten holdes". Sbr.
enn fremur ísl. beskr I., bls. 148. — Á meðal annara upplýsinga, er S. G. hefir
eftir Árna byskupi Helgasyni um Þingvöll (ca. 1792), sbr. hjer að framan, bls.
23, stendur: „Þar stóð þá amtmannsbnð, sem kölluð var amtmannsstofa, hvítt
og skinið timburhús; það stóð nálægt lögrjettunni (sagði hann)“. — I afskrift þeirri
af búðarskipuninni frá 1700, sem S. G. nefnir útskýring Guðmundar Skagfjörðs (sbr
bls. 18—19) stendur: „Gissurs hvíta búð var þar sem amtmanns tjaldaða búð stóð
1750, en þar sem timburhúsið nú stendur var búð Geirs goða, hvar Kristófór Heide-
mann setti sina búð 1700“. — Yerður vikið að þessu nánar siðar, er rsett verður
um búðatóttirnar i Þinginu, 28. og 30. búð.
2) Um þá'Pál og Magnús lögmenn. Sjá Safn II., 144—147 og 151—153.
3