Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 33
33 að hann hafi fyrstur bygt hana. — Páll lögmaður andaðist í þessu tjaldi sínu á alþingi 2 árum áður, 18. júli 1727. Magnús varð lögmaður sunnan og austan 1732, 3 árum áður en búðaskipunin var rituð. Hann gegndi þessu embætti hálfan þriðja tug ára, til 1756, að því ári meðtöldu, en 1757 varð hann, fyrstur allra is- lenzkra manna, amtmaður og gegndi því embætti til æviloka; dó 3. nóv 1766. — Eftir að hann var orðinn amtmaður hefir hann sjálfsagt verið í »amtsmannsbúð« timburhúsi því er reist hafði verið á Þingvelli skömmu áður1. Magnús var settur amtmaður 1752 og hefir sennilega verið í amtmannsbúð á þeim þingum2. Þeir B. G. og S. G. marka búð þessa (13.) á uppdrætti sína og kalla hana búð Hjalta Skeggjasonar, S. G. þó með ?, og gizkar á, að hún hafi fremur verið búð Hjaltdæla; sbr. útg. í Alþst., með búðaskránni, og bls. 19 í því riti. Setja þeir þetta nafn samkvæmt katastasis frá 1700, þar sem svo stendur: Hialta Skeggiasonar bud var næst nordur undan Lögrettunne. — Raunar verður það hvorki rengt nje sannað, að Hjalti hafi haft búð hjer. — En á spássíunni á uppdrætti sínum hefir S. G. ritað: Magnúsar Step- hensen = Hjalta; og á frumuppdrætti þeim er getið var á bls 21, skrifar S. G. við þessa tótt: Magnúsar Stephensem búð. Þetta er óefað rjett. Ölafur Stephansson amtmaður og stiftamtmaður, faðir Magnúsar, var tengdasonur Magnúsar Gíslasonar og bar Magnús nafn móðurföður síns. Um það leyti, er Magnús Gíslason varð skipaður amtmaður, var Olafur tengdasonur hans skipaður varalög- maður (17. apr. 1756) og var það unz hann var 1764 skipaður aðstoðarmaður Magnúsar amtmanns, tengdaföður síns; hafði hann jafnframt fyrirheit um amtmannsembættið eftir hann og tók við því þá er hann dó. Sennilega hefir hann haft búð Magnúsar Gisla- sonar eftir hann og síðan tekið við amtmannsstofu eftir hann, 1766. 1) Sbr. ferðabók Eggerts og Bjarna bls. 1030: „Paa den veatlige Bredde af Aaen, staaer Lavretten, nnomstunder opbygget af Temmer ligesom og det Huus, som Amtmanden bruger, medens Altbinget staaer, og hvor Overretten holdes". Sbr. enn fremur ísl. beskr I., bls. 148. — Á meðal annara upplýsinga, er S. G. hefir eftir Árna byskupi Helgasyni um Þingvöll (ca. 1792), sbr. hjer að framan, bls. 23, stendur: „Þar stóð þá amtmannsbnð, sem kölluð var amtmannsstofa, hvítt og skinið timburhús; það stóð nálægt lögrjettunni (sagði hann)“. — I afskrift þeirri af búðarskipuninni frá 1700, sem S. G. nefnir útskýring Guðmundar Skagfjörðs (sbr bls. 18—19) stendur: „Gissurs hvíta búð var þar sem amtmanns tjaldaða búð stóð 1750, en þar sem timburhúsið nú stendur var búð Geirs goða, hvar Kristófór Heide- mann setti sina búð 1700“. — Yerður vikið að þessu nánar siðar, er rsett verður um búðatóttirnar i Þinginu, 28. og 30. búð. 2) Um þá'Pál og Magnús lögmenn. Sjá Safn II., 144—147 og 151—153. 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.