Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 38
38
eins og áðan var sagt, ekki rjett að orði komist í búðaskipuninni
frá 1700, að segja að hún væri »vestanvið götuna frá Snorrabúð
ofan að lögrjettunni«.
Hvað því viðvíkur. sem búðaskipunin eldri segir, að búð Guð-
mundar rika hafl verið hjer, þá er það, svo sem S. G. segir í Alþst.,
bls. 14—15, og eins og Sigurður Vigfússon hefir skýrt í Árb. 1880,
bls. 49—50, alls ekki ósennilegt, sarakv. frásögninni í Njáls-s. frá
bardaganum á alþingi brennumálasumarið; þar er þó ekki nefnd
búð Guðmundar ríka, en bersýnilegt af 139.—140. k. að »Möðr-
vellingabúð«, sem nefnd er í frásögunni og 139. k., er búð Guð-
mundar ríka á Möðruvöllum. — Raunar sýnist þó geta verið átt
við eitthvað annað búðarstæði sunnar með ánni; það verður ekki
talið »óyggjandi«, eins og S. G. segir, nje sjeð »ljóslega«, svo sem
S. V. kemst að orði: »að næsta búðin við Snorrabúð« hafl verið
Möðrvellingabúð, »þegar suður frá dregur og niður að ánni«; en
víst er, að orð búðaskipunarinnar frá 1700, er benda til, að »búð
Guðmundar ríka« hafi verið hjer, þar sem þessar tóttir (16.—18.)
eru, styrkjast nokkuð af frásögninni í Njáls-s. um Möðrvellinga-
búð, enda mun mega gera ráð fyrir, að búðaskipunin fari einna
helzt, og kunni í þessu að hafa farið eingöngu, eftir Njáls-s. Raunar
segir S. G., að hann setji Möðrvellingabúð hjer ekki að eins eftir
Njáls-s og búðaskipuninni, heldur »einnig eftir almennri sögusögn,
er við helzt enn í dag«; en ekki er líklegt að sú sögusögn sje óháð
búðaskipuninni frá 1700, sem hafði lengi til verið í mörgum afskrift-
um. — S. V. hefir vitanlega þekt búðaskipunina frá 1700 og líklega
frumuppdrátt B. G., en ritgerð S. G. og uppdrátt virðist hann ekki
hafa þekt er hann ritaði um Þingvöll, því að hann getur þeirra ekki.
Undarlegt er, að S. G. segir í Alþst., bls. 15, að sjer sje »grun-
samt að vestasta búðin sje ung mjög«. Vestasta tóttin, þ. e. 18.,
er nú harðla óglögg, eins og áður var tekið fram, og óskýrust allra
þessara þriggja tótta. Er ólíklegt að hún hafi síðan um 1860 orðið
svo miklu óskýrari en hinar tvær; en hún er minni en hinar hafa
verið í fyrstu, og er ekki ólíklegt að S. G. kunni að hafa sett þetta
að mestu leyti þess vegna; hann hefir skotið þessari síðustu setn-
ingu, »sú búð er vel skýr« o. s. frv., inn síðar, svo sem sjá má af
handriti hans.
Austurundan þessura búðum, 16.—18., rnarkar S. G. á uppdrátt
sinn óglögga búð og ætlar, að þar kunni að hafa verið Fljótamanna-
búð, sem hvergi mun nefnd annars; sbr Alþst., bls. 14 og uppdrátt-
inn aftanvið, með skrá. Hjer sjást nú engar tóttarleifar og engin
ástæða er til að ætla, að »Fljótamannabúð« hafi verið hjer.