Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Qupperneq 41
41
breiddin 5,50 m. að utanmáli, en að innan 8 m. og 2,50 m. Þessi
tótt er mörkuð á alla uppdrættina; er nafnlaus á uppdráttum B. G.
og herforingjaráðsins; S. GL hefir skrifað ógreinilega með blýanti
»Víðdælabúð Laxd. 1017« við þessa búð á sínum uppdrætti, að því
er helzt sýnist, en Ben. Gröndal hefir ekki skrifað neitt nafn nje
tölumerki við á eftirmynd sinni. — Sbr. ennfremur Alþst. bls 14,
og uppdráttinn og skrána, nr. 21. Ovíst er með öllu hver tjaldað
hefir búð hjer fyr eða síðar.
23. Beint suðurfrá 20., stefnir eins, snýr langsum; er 7,30 m.
frá 20., en að eins 1 m breitt sund hefir verið á milli hornanna á
22. og 23. Dyr eru á austur-hliðvegg, 4 m. frá norðurenda utan-
verðum. Lengdin er 12,50 m., br. 5,50 m að utan, en að innan
8,50 m. og 2,30 m. — Mörkuð á alla uppdrætti og hefir B G. skrif-
að »Langdæla búð* við á sinn, liklega að tilhlutun S. G., sbr. Alþst.,
bls. 13—14, uppdr. og skrá. Eins og röksemdaleiðsla S. G., borin
saman við frásögnina í 67. k. Laxdæla-s., ber með sjer, er það alveg
óvist, hvar >Langdæla-búð« hafi verið, enda er hún hvergi nefnd
nema á uppdrættinum og í Alþst. — Um þessa búðartótt, 23., er
alt óvíst, hver hana hefir haft.
24. Hún er 12 m. fyrir sunnan 23. og dálítið vestar, stefnir og
litið eitt öðruvís, en þó langsum. Á milli þeirra, en nær ánni, er
haugmynduð upphækkun, leifar af fornu mannvirki, að því er
virðist, eða forn haugur. Ekki markað á uppdrætti B. G. nje her-
foringjaráðsins, en á uppdrætti S. G., sjá Alþst., uppdráttinn aftan-
við og skrána, nr. 21, og bls. 14 í ritgerðinni; ætlar hann að Víð-
dælabúð kunni að hafa verið hjer; sbr. 22. búð. Er þetta ágizkun
ein og er alt í óvissu um mannvirki þetta að svo komnu. — Þessi
búð, 24., og hin næsta, 25 , eru á dálitlum hrygg eða bala, sem
kann að hafa myndast hjer við búðahleðslur og aðflutt torf og grjót.
Á slíkt slíkt sjer og að nokkru leyti stað við flestar tóttirnar hjer í
»Þinginu«, nema »Njáls-búðf, sem ekki virðist heldur hafa verið
hlaðin upp á síðari öldum — Dyr á þessari búð, 24 , eru á miðj-
um eystra hliðvegg. Lengd 7,20 m., mælt á miðjan suðurgaflvegg,
sem er sameiginlegur með þessari og næstu búð; br. 5 m. Að inn-
an er 1. 5. m og br. 2 m. Sbr. enn fremur næstu búð, 25.
25 Áföst við 24. og er milliveggurinn allhár og veggir þess-
arar syðri tóttar allir fremur miklir; vottar vel fyiir hleðslum í
vestur-hliðarvegg og suður-gafli. Dyr eru á miðjum austur-hlið-
vegg. Tótt þessi nær lengra austur og vestur, og er óvenju víð.
Að utanmáli er lengdin 7,50 m., mælt á miðjan norður-gafl, en br.
5,70 m. Innanmál 4,50 m. og 2,50 m.